Fréttir & Greinar

Efst á baugi

18. des. 2014 | Fréttir
Miklu meira aðhalds er þörf

„Alþingi afgreiddi fjárlög ársins 2015 í vikunni. Gert er ráð að heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu verði 650 milljarðar króna og að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði 3,5 milljarðar króna. Það yrði annað hallalausa árið í röð, sem er fagnaðarefni þó það beri ekki vitni um aðhald í ríkisfjármálum.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs SA. Þorsteinn bendir á að árið 2014 er fjórða árið í röð með ágætan hagvöxt og því hafi tekjur ríkissjóðs aukist um 130 milljarða króna. „Útgjöld ríkissjóðs hafa að sama skapi aukist verulega og eru nærri 90 milljörðum króna hærri en 2012.“ Þorsteinn segir svo mikla aukningu útgjalda á aðeins þremur árum ekki bera vott um aðhald í ríkisfjármálum. Alþingi afgreiddi f…

Lesa áfram

18. des. 2014 | Efnahagsmál
Fjárlög 2015: Hefur umfang ríkisins aukist til frambúðar?

Nýsamþykkt fjáraukalög og fjárlög fyrir árin 2014 og 2015 gefa tilefni til að ætla að stjórnvöld telji nógu langt hafa verið gengið í samdrætti ríkisútgjalda. Gert er ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs en árið 2014 er hann að mestu tilkominn vegna einskiptistekna og árið 2015 er hann hverfandi. Auknum tekjum er mætt með auknum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í greiningunni kemur fram að ríkisútgjöld lækkuðu lítið eftir hrun ef frá er talinn einskiptiskostnaður og var halla snúið í afgang að mestu leyti með hækkun skatta. Bæði frumvörp gera ráð fyrir auknum umsvifum ríkisins. Raunar stefnir í að árin 2014 og 2015 verði ríkisútgjöld orðin hærra hlutfall af landsframleiðslu en nokkru sin…

Lesa áfram

18. des. 2014 | Menntamál
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar. Menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2015 verða útnefnd en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið. Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru m.a.: að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins stuðlað sé að menntun og fræðslu umfram það sem ætlast er til í lögum og reglugerðum að starfsfólk taki virkan þátt að hvatning til frekara náms sé til staðar Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru m.a.: að lögð sé stund á nýsköpun í menntun, -innan fyrirtækis eða í samstarfi fyrirtækja að verkefnið leiði af sé…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...