Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

13. jan. 2017 | Fréttir
Endurtekið efni eða nýr hittari?

Þetta er segin saga. Það er bullandi góðæri og það eru lausatök á ríkisfjármálum. Flest hefur samt gengið Íslendingum í haginn undanfarin ár. Ferðamönnum fjölgar, olíuverð hefur verið lágt og vextir á alþjóðlegum markaði eru lágir. Inn í landið streymir erlendur gjaldeyrir en ekki má gleyma að hér eru enn inn- og útflæðishöft á gjaldeyri. Afleiðingin er sú að gengi krónunnar hefur styrkst jafnt og þétt og kaupmáttur íslensku krónunnar er mikill. Hagur okkur er að vænkast - enn sem komið er. Þetta birtist í mörgu. Lágmarkslaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu innan OECD. Í ríkjum þar sem er að finna lögbundin eða kjarasamningsbundin lágmarkslaun þá eru þau einungis hærri í Danmörku og Lúxemborg. Í öðrum ríkjum t.d. Svíþjóð, Noregi, Finnlandi…

Lesa áfram

12. jan. 2017 | Vinnumarkaður
Alvarleg þróun á vinnumarkaði

Á árinu 2016 var nýgengi örorku í fyrsta sinn meira en náttúruleg fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði, sem felur í sér að innlendum starfsmönnum fækkaði á vinnumarkaði. Með náttúrulegri fjölgun starfsfólks er átt við fjölgun íbúa á aldursbilinu 16-74 ára miðað við 80% atvinnuþátttöku. Ekki er reiknað með aðflutningi erlendra starfsmanna í náttúrulegri fjölgun. Með nýgengi örorku er átt við fjölda þeirra sem fá úrskurð um 75% örorkumat. Það jafngildir í flestum tilvikum því að viðkomandi einstaklingar séu að mestu útskrifaðir af vinnumarkaði. Draga mun verulega úr náttúrulegri fjölgun starfsfólks á komandi árum og nálgast stöðnun eftir rúman áratug. Sé gert ráð fyrir að nýgengi örorku verði svipað og að meðaltali árin 2010-2015 mun framboð a…

Lesa áfram

9. jan. 2017 | Fréttir
Árið 2017 ætti að verða farsælt

Íslendingar njóta velgengni og flestir mælikvarðar gefa tilefni til bjartsýni. Árið 2017 ætti því að verða farsælt en mikilvægasta verkefnið er að tryggja árangurinn í sessi svo hann glutrist ekki niður. Þetta kom m.a. fram á árlegum hádegisverði Samtaka atvinnulífsins með fjölmiðlum á þrettánda degi jóla þar sem rýnt var í komandi ár og stærstu verkefnin framundan. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnti sjónarmið samtakanna og svaraði fyrirspurnum en stóru málin eru þessi að mati SA. Framtíð íslenskunnar Hraðar tæknibreytingar einkenna samtímann. Innan skamms verður raddstýring tækja regla en ekki undantekning. Íslenskan hefur dregist mikið aftur úr í tækniþróuninni. Íslendingar þurfa að nýta nýjustu …

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...