Fréttir & Greinar

Efst á baugi

27. mar. 2015 | Fréttir
Verðbólga eykst um eina prósentu milli mánaða

Verðbólga jókst nokkuð milli mánaða samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Vísitala neysluverðs hækkaði um rúma prósentu milli mánaða og mælist verðbólga 1,6% á ársgrundvelli, samanborið við 0,8% síðustu tvo mánuði. Verðbólgan er enn töluvert undir markmiði Seðlabanka Íslands þrátt fyrir þessa hækkun. Helstu skýringar hækkunar vísitölunnar í mars eru útsölulok á fatnaði og hækkun húsnæðisliðar. Olíuverð á heimsmarkaði hækkaði nokkuð frá lágpunkti sínum í upphafi árs sem endurspeglast í eldsneytisverði hér á landi. Húsnæðisverð knýr verðbólguHækkun undirliða vísitölunnar gefur skýra mynd af þróun verðbólgunnar. Þar stendur húsnæðisliðurinn upp úr þar sem framlag hans til verðbólgunnar var 1,8% eða meira en sú 1,6% verðbólga se…

Lesa áfram

26. mar. 2015 | Vinnumarkaður
SGS aflýsir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

Starfsgreinasamband Íslands hefur stöðvað atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem staðið hefur yfir frá 23. mars. Mun því ekki koma til verkfalla frá og með 10. apríl nk. eins og boðað hafði verið. Er þetta niðurstaða sambandsins í kjölfar dóms Félagsdóms sem féll í gær í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Rafiðnaðarsambandi Íslands vegna verkfallsboðunar gegn Ríkisútvarpinu. Hvert og eitt aðildarfélag SGS mun nú hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu um verkfall og kemur fram á heimasíðu SGS að þetta muni fresta boðuðum aðgerðum um 2-3 vikur. Þessar aðgerðir ná ekki til Flóabandalagsins, Eflingar, Hlífar og VSFK. Dómur Félagsdóms og afstaða Samtaka atvinnulífsins til sameiginlegrar atkvæðagreiðslu stéttarfélaga um verkfallsboðun á ekki að koma S…

Lesa áfram

25. mar. 2015 | Vinnumarkaður
Kjaramál í Kastljósinu

Alvarleg staða á vinnumarkaði var til umfjöllunar í Kastljósi RÚV í gærkvöld. Rætt var við Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. SGS krefst 50-70% launahækkana á þriggja ára tímabili fyrir alla sína félagsmenn og að hækkanir hæstu launa verði hlutfallslega mestar. Yrði gengið að háum kröfum SGS og þær yrðu fyrirmynd annarra samninga, eins og viðbúið er, myndi launakostnaður atvinnulífsins hækka um 500-700 milljarða á ári. Þorsteinn benti á að kröfugerð SGS snúist ekki eingöngu um hækkun lægstu launa eins og haldið hefur verið ítrekað fram.  Þorsteinn tók sem dæmi að meðaltekjur innan SGS (að félögunum á Suð-Vesturlandi meðtöldum) eru 420 þúsund krónur á mánuð…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...