Fréttir & Greinar

Efst á baugi

31. okt. 2014 | Fréttir
Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er í dag kl. 13

Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram á Hilton Reykjavík Nordica - föstudaginn 31. október kl. 13.00 - 14.45. Samtökin mynda eina af sex stoðum Samtaka atvinnulífsins. Á fundinum munu ræðumenn úr ólíkum greinum sjávarútvegs varpa ljósi á breiða skírskotun greinarinnar og mikilvægi fyrir atvinnulíf og samfélag. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á karen@liu.is   Dagskrá stofnfundarins má nálgast á vefnum.

Lesa áfram

29. okt. 2014 | Fréttir
Engin verðbólga í október

Verðbólgan í október var engin þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,14% milli mánaða. Skýringin er sú að áhrif vegna lækkunar flugfargjalda voru ofmetin í vísitölu síðasta mánaðar um 0,17%. Verðbólgan síðustu 12 mánuði er 1,9% og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 10 mánuði samfleytt. Verðlag er nú stöðugra en í heilan áratug og ef hækkanir á húsnæði eru undanskildar er verðlag óbreytt frá því í desember 2013. Verðbólga hefur verið að minnka undanfarna mánuði og ef horft er til síðustu fjögurra mánaða er verðbólgan aðeins 1% á ársgrundvelli. Verðbólguvæntingar hafa jafnframt hjaðnað mikið. Þetta eru góðar fréttir því á sama tíma hefur tekist að auka kaupmátt launa eins og að var stefnt í síðustu kjarasamningu…

Lesa áfram

29. okt. 2014 | Vinnumarkaður
Tugprósenta launahækkun lækna myndi valda tjóni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 óráðlegt að semja við lækna um tugprósenta launahækkun. Slíkt myndi valda verulegum titringi á vinnumarkaði sem gæti orsakað verðbólgu og leitt til minni framleiðni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar lætur nærri að kröfur lækna séu um 36 prósenta launahækkun. „Það er alveg ljóst að þarna eru mjög háar kröfur á ferðinni ef þessar tölur eru réttar og langtum hærri en hefur verið samið um á almennum vinnumarkaði.“ Þorsteinn segir óhætt að reikna með því að það myndi valda ólgu á vinnumarkaði ef gengið yrði að kröfum lækna. „Til þess að tilefni sé til fyrir svo mikilla breytinga hjá launum lækna þarf að sýna fram á að þeir hafi með einhverjum hætti dregist svo mi…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sjö aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...