Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

21. feb. 2017 | Fréttir
Auglýst eftir stjórnarmönnum í lífeyrissjóði

Samtök atvinnulífsins óska eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum til að taka að sér stjórnarstörf í lífeyrissjóðum. Í auglýsingu SA sem birt var í dag kemur fram að samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin helming stjórnarmanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru á samningssviði aðila og er framkvæmdastjórn SA falin tilnefning stjórnarmanna. Samkvæmt reglum sem gilda frá janúar 2017 skulu SA óska með áberandi hætti eftir því að hæfir einstaklingar, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, gefi kost á sér til starfa í stjórnum lífeyrissjóða. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu m.a. á lífeyrismálum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi, lögfræðilegum málefnum og fj…

Lesa áfram

15. feb. 2017 | Fréttir
Erlend fjárfesting jákvæð fyrir Íslendinga

Á undanförnum árum hefur erlend fjárfesting á Íslandi aukist og skapað fjölbreytt störf í ólíkum atvinnugreinum. Gera þarf betur því aukin erlend fjárfesting styrkir efnahagslífið og bætir lífskjör landsmanna. Þetta kom fram á opnum fundi Samtaka iðnaðarins, Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins í morgun þar sem leitað var svara við því hvort erlend fjárfesting væri böl eða blessun? Stutta samantekt frá fundinum og kynningar frummælenda má nálgast á vef SA ásamt nýrri greiningu efnahagssviðs SA á erlendri fjárfestingu. 6.500 störf Í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs SA, kom fram að a.m.k. 6.500 starfsmenn  starfi í dag fyrir fyrirtæki á Íslandi sem eru í erlendri eigu. Þrátt fyrir að erlend fjárfesting hafi aukis…

Lesa áfram

15. feb. 2017 | Efnahagsmál
Erlend fjárfesting styrkir stöðu Íslands og bætir lífskjör

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti nýja greiningu um erlenda fjárfestingu á opnum fundi Samtaka iðnaðarins, Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins, í morgun 15. febrúar 2017. Helstu niðurstöður greiningarinnar má nálgast hér að neðan ásamt greiningunni í heild sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður sviðsins kynnti. Opið hagkerfi bætir lífskjör Nokkuð góð samstaða hefur náðst um að lífskjör séu best þegar verslun yfir landamæri er sem frjálsust. Fyrir litla eyþjóð eins og Íslendinga eru þessi sannindi óvenju mikilvæg og þó stödd í miðju Atlantshafi erum við ekki einangraðri en svo að við byggjum okkar velsæld að mestu á viðskiptum við aðrar þjóðir. Sannast hið fornkveðna að mest er verðmætasköpunin þegar ríki sérhæfa sig í því sem …

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...