Fréttir & Greinar

Efst á baugi

28. apr. 2016 | Fréttir
Íslendingar í kjörstöðu

Íslendingar eru nú í kjörstöðu til að sækja fram á mörgum sviðum og hagur heimilanna getur haldið áfram að batna á næstu árum. Það er mikilvægt að grípa tækifærin í stað þess að glutra þeim niður með innbyrðis sundrungu eins og samfélagsástandið einkennist af. Ríkið fyrirferðarmikiðÍtrekað hefur komið fram að framleiðni sé lakari á Íslandi en í nálægum löndum, sérstaklega þegar litið er til þjónustu, en aukin framleiðni er forsenda þess að lífskjör geti haldið áfram að batna. Þetta felur í sér fjölmargar áskoranir. Ríki og sveitarfélög reka umfangsmikla þjónustu á mörgum sviðum og eru nánast í einokunarstöðu þegar kemur að menntakerfi, heilbrigðisþjónustu, orkuvinnslu og veitustarfsemi. Auk þess er ríkið komið með ríflega 70% af bankakerfin…

Lesa áfram

27. apr. 2016 | Fréttir
Peningastefna Seðlabanka Íslands í þrot?

„Það er einn stór fíll í þessu herbergi og það er Seðlabanki Íslands.“ Þetta sagði Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir á Ársfundi atvinnulífsins sem fór nýlega fram undir yfirskriftinni Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Heiðar er ekki bjartsýnn á peningastefnu bankans. Hann segir tilraun standa yfir sem muni fara í þrot eins og fyrri tilraunir sem aðalhagfræðingar bankans beri ábyrgð á. Heiðar var ekki einn um að gagnrýna Seðlabankann en fjölbreyttur hópur stjórnenda lagði orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið á fundinum auk Heiðars, þau Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Kristín Pétursdóttir, forst…

Lesa áfram

26. apr. 2016 | Fréttir
Hljóðlát ríkisvæðing

Á meðan háværar raddir berjast gegn einkavæðingu á opinberri þjónustu og eignum fer fram hljóðlát ríkisvæðing sem takmarkar val neytenda og framboð á vöru og þjónustu. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hann var meðal frummælenda á opnum fundi SA og Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun. Sporin hræða Þorsteinn fjallaði í erindi sínu um samkeppnismarkaði og afskipti ríkisins af þeim en hann benti á veikleika  sem fylgja inngripum samkeppniseftirlits á almennum markaði sem þrátt fyrir fögur fyrirheit geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur. Að mati Samtaka atvinnulífsins er brýnt að endurskoða heimildir samkeppnisyfirvalda til uppskiptingar fyrirtækja enda séu þær bæði umdeildar og var…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...