Fréttir & Greinar

Efst á baugi

28. nóv. 2014 | Samkeppnishæfni
Mikil gróska á Litla Íslandi

Starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja (með allt að 250 starfsmenn) fjölgaði um 1.400 (3%) milli 2012 og 2013. Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 584 milljörðum króna árið 2013 og jukust um 8% frá árinu 2012. Heildarlaunagreiðslur jukust um 9% hjá örfyrirtækjum, 10% hjá litlum fyrirtækjum, 9% hjá meðalstórum fyrirtækjum og 6,5% hjá stórfyrirtækjum. Þetta sýnir ný úttekt Hagstofu Íslands sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland sem er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.  Árið 2013 voru 2.400 fyrirtæki starfandi sem ekki voru til árið 2012. Langflest þeirra eru svokölluð örfyrirtæki en þeim fjölgaði um 17% milli ára. Á hverju ári er mikill fjöldi fyrirtækja stofnaður og fjölmörg f…

Lesa áfram

28. nóv. 2014 | Fréttir
Vextir lækki enn frekar

Verðbólga undanfarna 12 mánuði var aðeins 1% og minni en undangengin 16 ár. Stöðugt verðlag er mikið fagnaðarefni fyrir heimili og fyrirtæki og ber góðum árangri peningastefnu Seðlabankans og kjarasamninga á almennum vinnumarkaði glöggt vitni. Í síðustu kjarasamningum var markmiðið að launahækkanir samrýmdust  verðstöðugleika til lengri tíma litið. Það hefur að mestu gengið eftir og verðbólga hefur farið hjaðnandi allt frá gerð samninganna fyrir nærri ári síðan. Kaupmáttur launa hefur á sama tíma aukist um nærri 5% að meðaltali. Það er langt umfram það sem forsendur eru fyrir. Meðalaukning kaupmáttar hér á landi undanfarin aldarfjórðung var 1,3% á ári, sem er bæði í samræmi við framleiðniþróun og það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.…

Lesa áfram

28. nóv. 2014 | Efnahagsmál
Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

Nánast hvergi á byggðu bóli er ríkið eins fyrirferðarmikið á bankamarkaði og á Íslandi en bankakerfið er nánast allt í eigu slitabúa annars vegar og ríkisins hinsvegar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri greiningu efnahagssviðs SA sem kynnt var á SFF-deginum. Bankastofnanir eiga undir högg að sækja bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Lítil eftirspurn hefur haldið aftur af útlánavexti og þar að auki búa samkeppnisaðilar bankanna sem eru að stórum hluta erlendir eða opinberir aðilar við starfsskilyrði sem eru mjög ólík þeim sem bankarnir búa við. Þrátt fyrir að vaxtamunur hafi farið lækkandi undanfarin ár er hann enn hár í alþjóðlegum samanburði. Mikinn vaxtamun íslensku bankanna má að einhverju leyti rekja til „sér-íslenskra“ aðstæðna, þ.…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...