Fréttir & Greinar

Efst á baugi

4. mar. 2015 | Vinnumarkaður
Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing

Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK-starfsendurhæfingarsjóði. Samkomulagið tryggir að öllum sem á þurfa að halda er nú tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing til að verða virkir á vinnumarkaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra mun fá fulltrúa í stjórn VIRK. Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, skrifaði undir samkomulagið í dag ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra sem fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. Hannes segir það mjög ánægjulegt …

Lesa áfram

4. mar. 2015 | Menntamál
Foreldrar og 10. bekkingar kynni sér kosti starfsnáms

Samtök fyrirtækja í atvinnulífinu hvetja þessa dagana foreldra og forráðamenn unglinga í 10. bekk til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskólanna. Á næstu vikum munu rúmlega 4.000 ungmenni velja sér námsbraut í framhaldsskóla og spennandi tímar taka við. Í bréfi samtakanna til foreldra og forráðamanna nemendanna er vakin athygli á því að rannsóknir sýni að foreldrar og félagar séu helstu áhrifavaldarnir á þessum tímamótum. Því sé mikilvægt að ræða um framtíðina og þá fjölbreyttu möguleika sem standa til boða. Samtökin benda sérstaklega á kosti starfsnáms sem veitir ungu fólki möguleika á að starfa sjálfstætt og afla sér góðra tekna framtíðinni.  Í könnun sem gerð var á síðasta ári kom í ljós að 37% þeirra sem völdu bóknám í framha…

Lesa áfram

26. feb. 2015 | Fréttir
Sameinumst um markmið

Árangur kjarasamninga síðasta árs er betri en vonir stóðu til. Kaupmáttur hjóna með meðaltekjur jókst um 450 þúsund krónur á ári sem samsvarar rúmlega þriggja mánaða matarútgjöldum meðalheimilis. Í árslok 2014, ári eftir gerð kjarasamninganna, hafði verðbólga hjaðnað úr 4,3% í desember 2013 í 0,8% í desember 2014. Kaupmáttur launa jókst um 5% á árinu, sem er mesta aukning kaupmáttar á einu ári á Íslandi samhliða efnahagslegum stöðugleika. Síðast en ekki síst lækkuðu stýrivextir Seðlabanka Íslands um 0,75% á árinu. Lækkun vaxtabyrði dæmigerðs heimilis samsvaraði 1% kaupmáttaraukningu og höfuðstóll lána heimilisins hækkaði um hálfri milljón króna minna en ef verðbólga hefði verið sú sama 2014 og hún var 2013. Þetta kemur m.a. fram í leiðara n…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...