Fréttir & Greinar

Efst á baugi

25. maí 2015 | Vinnumarkaður
Verkföllum frestað um fimm sólarhringa

Forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, StéttVest og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa. Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lagður verður fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 28. maí næstkomandi.

Lesa áfram

20. maí 2015 | Vinnumarkaður
Um meintar rangfærslur SA í samningaviðræðum við Flóabandalagið, VR og LÍV

Síðastliðinn föstudag, þann 15. maí, lögðu Samtök atvinnulífsins fram skriflega tillögu gagnvart Flóabandalaginu og VR um tilteknar breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga og hækkanir launa og launataxta gegn þeim breytingum. Þessar tillögur eru settar fram til að gera SA kleift að koma að einhverju leyti til móts við miklar kröfur verkalýðsfélaganna um launahækkanir í yfirstandandi samningalotu. Tillögur SA eru einnig þess eðlis að þær mæta kröfum um aukið vægi grunnlauna í heildarlaunum og fela þannig í sér meiri ávinning til þeirra sem taka laun samkvæmt launatöxtum og þeirra sem ekki fá álagsgreiðslur í sínum reglulegu launum. Hugmyndum SA um breytingar á vinnutímaákvæðum má skipta í þrennt. Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður …

Lesa áfram

19. maí 2015 | Vinnumarkaður
Viðræðum SA við VR og Flóabandalagið slitið

Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR og Flóabandalagið var slitið í dag hjá ríkissáttasemjara. Staðan í kjaradeilunum er nú mjög flókin og fáir góðir kostir í boði. Vandséð er að hægt sé að forða víðtækum verkföllum verkalýðshreyfingarinnar. Afleiðingar þeirra verða alvarlegar fyrir bæði launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag. Verði ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna knúnar fram með verkföllum verða afleiðingarnar hins vegar enn verri. Verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja munu hækka mikið, vextir hækka og störfum fækka. Við slíkum búsifjum má Ísland vart við um þessar mundir en verkalýðsforystan hefur valið að fara þá leið. Þessi niðurstaða veldur Samtökum atvinnulífsins miklum vonbrigðum. Samtök atvinnulífsins hafa verið tilbúin …

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...