Fréttir & Greinar

Efst á baugi

15. sep. 2014 | Fréttir
Skattalækkanir lækka vöruverð

Í umræðu um boðaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskatti og niðurfellingu vörugjalda hafa margir fullyrt að ekki sé hægt að treysta fyrirtækjum til að skila skattalækkunum út í verðlagið. Meðal þeirra má nefna forseta ASÍ, hagfræðing ASÍ, greiningardeild Arion Banka og ýmsa alþingismenn. Ekki er vísað til neinna rannsókna eða gagna fullyrðingunum til stuðnings. Staðhæfingarnar eru tilhæfulausar og ganga þvert á reynslu sem fengist hefur af breytingum óbeinna skatta á undanförnum árum. Þann 1. mars 2007 var neðra þrep virðisaukaskatts lækkað úr 14% í 7%, drykkjarvörur voru færðar úr efra þrepi í það neðra og vörugjöld á matvæli afnumin. Að öðru óbreyttu hefði lækkun virðisaukaskatts á þessar vörur átt að lækka matvælaverð um 6,1%…

Lesa áfram

9. sep. 2014 | Fréttir
Jákvæðar áherslur í fjárlagafrumvarpinu en aðhald ekki nægjanlegt

Fjármálaráðherra lagði fram og kynnti í dag fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015. Þar er kveðið á um breytingar á virðisaukaskattkerfinu sem marka tímamót, en þann 1. janúar nk. mun hærra þrep virðisaukaskatts lækka úr 25,5% í 24% og lægra þrep skattsins hækka úr 7% í 12%, auk þess sem stofn VSK verður breikkaður. Samhliða verða almenn vörugjöld á ýmsar heimilisvörur felld niður. Einnig er ánægjulegt að engar hækkanir verða á krónutölugjöldum ríkisins, sem er mikilvægt framlag af hálfu stjórnvalda til að viðhalda þeim verðstöðugleika sem tekist hefur að ná á þessu ári og hefur verið sérstakt keppikefli aðila vinnumarkaðar til að bæta lífskjör. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir neytendur og fyrirtæki en ætla má að þessar aðgerðir hjálpi til við a…

Lesa áfram

9. sep. 2014 | Fréttir
Er aðhaldinu lokið?

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera fimmtudaginn 18. september næstkomandi. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10.00 undir yfirskriftinni Er aðhaldinu lokið? Á fundinum verður fjallað um stöðu ríkisreksturs, framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og helstu viðfangsefni í ríkisfjármálum á komandi misserum.  Meðal ræðumanna eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarhópsins. Að framsögum loknum fara fram pallborðsumræður en í þeim taka þátt, Ásmundur Einar Daðason, …

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sjö aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...