Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

30. nóv. 2016 | Samkeppnishæfni
Milljarðareikningur sendur fyrirtækjum án lagasetningar

Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum hækka um 2,3 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016. Þar af hækka tekjur af atvinnuhúsnæði um 1,8 milljarða eða um 10% á milli ára. Á sama tíma hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis einungis um ríflega 2%. Ástæða hækkunarinnar er breytt aðferðafræði Þjóðskrár Íslands. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins en Samtök atvinnulífsins hafa mótmælt harðlega og sett fyrirvara um lögmæti breytinganna. Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá SA segir í samtali við Viðskiptablaðið að búið sé að hækka skattbyrði atvinnulífsins um milljarða króna án lagasetningar. T.d. hækkuðu tekjur Reykjavíkurborgar af atvinnuhúsnæði um 1,1 milljarð á milli ára. Sveitarfélögin fá samanlagt 35,4 milljarða króna ve…

Lesa áfram

29. nóv. 2016 | Fréttir
Skattbyrði á Íslandi sú þriðja hæsta í Evrópu

Skattbyrði á Íslandi er sú þriðja mesta í Evrópu og er einungis meiri í Danmörku og Svíþjóð en hér á landi. Þetta má lesa út úr nýjum tölum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, að teknu tilliti til fyrirkomulags lífeyrisgreiðslna. Sé hlutfallið leiðrétt samkvæmt því þá nam það 33,1% árið 2015, samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. „Skattbyrði á Íslandi er mikil samanborið við aðrar þjóðir þegar leiðrétt er fyrir því að á Íslandi er sjóðsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi eins og í flestum löndum í kringum okkur,“ segir Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali við blaðið. Þegar búið er að leiðrétta fyrir þessum mismuni þá er Ísland í 3. sæti í Evrópu …

Lesa áfram

28. nóv. 2016 | Menntamál
Lærum í skýinu

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl. 13.15 - 16.30. Yfirskrift fundarins er Lærum í skýinu.  Aðalfyrirlesari fundarins er Alastair Creelman sem fjallar um hvert stefnir í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Alastair starfar við Linneus Universitet  í Svíþjóð en erindi hans verður á ensku. Fyrirmyndir í námi fullorðinna fá viðurkenningar og kynnt verða íslensk og erlend verkefni um hvernig hægt er að nýta ólíkar aðferðir, tæki og miðla til að læra. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Dagskrá Ávarp Halldór Grönvold, formaður stjórnar FA New arenas for learning – extending the discussion Alastair Creelman, Linneus Hás…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...