Fréttir & Greinar

Efst á baugi

1. okt. 2014 | Efnahagsmál
Allir bera ábyrgð á stöðugleikanum

Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Þessi aukning er langt umfram aukningu framleiðni í atvinnulífinu og því er varanleiki þ…

Lesa áfram

25. sep. 2014 | Fréttir
Verðbólgan undir markmiði í átta mánuði samfleytt

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,12% í september frá fyrri mánuði og er ársverðbólgan 1,8% og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2011. Ef hækkanir á húsnæði eru undanskildar hefur verðlag hækkað um 0,4% sl. 12 mánuði. Verðbólga vöru- og þjónustuliða er því lítil sem engin og fara verður tæpan áratug aftur í tímann til að finna minni hækkun þeirra. Á síðastliðnum þremur mánuðum hefur verðlag lækkað um 0,05% sem jafngildir 0,2% lækkun verðlags á heilu ári. Heimild: Hagstofa Íslands Verðlækkunin í september stafar fyrst og fremst af mikilli lækkun flugfargjalda. Yfirleitt hækkar verð í september vegna áhrif útsöluloka. Lækkun verðlags nú er óvenjuleg en verður að leita aftur til ársins 1992 til að finna fordæmi fyrir lækkun verðlags í sept…

Lesa áfram

23. sep. 2014 | Fréttir
Tekjur forstjóra í tekjublaði Frjálsrar verslunar 2014 hækkuðu að jafnaði um 4,8% - ekki 13%

Í frétt sem birtist á vef útgáfufélagsins Heims í tengslum við útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar í lok júlí 2014 var fullyrt að verulegt launaskrið hefði átt sér stað árið 2013 meðal forstjóra. Bornar voru saman meðaltekjur 200 hæstu forstjóranna á mánuði hvort árið og fékkst sú niðurstaða að þau hefðu hækkað úr 2,3 m.kr. í 2,6 m.kr. eða um 13%. Við þetta mat á launabreytingum hóps forstjóra er ýmislegt að athuga því meðaltekjur þeirra forstjóra sem taldir eru upp í tekjublaðinu og voru í sömu störfum bæði árin hækkuðu um 4,8%. Hagstofa Íslands ber saman laun sömu einstaklinga í sömu störfum hjá sama fyrirtæki milli tveggja tímabila við mat á launabreytingum. Þegar launavísitölur hópa eru reiknaðar út er byggt á launahugtakinu regluleg …

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sjö aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...