Fréttir & Greinar

Efst á baugi

30. jún. 2015 | Efnahagsmál
Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar

Þau tíðindi urðu í gær að matsfyrirtækið Moody´s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs Íslands um einn flokk úr Baa3 í Baa2 og færðist ríkissjóður við það tveimur flokkum fyrir ofan ruslflokk. Aukinheldur metur Moody´s horfur á Íslandi áfram stöðugar og með tilliti til bættrar stöðu ríkissjóðs má leiða að því líkur að innistæða sé fyrir enn frekari hækkunum lánshæfis á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta að meginástæða endurmats Moody's er nýsamþykkt áætlun um afnám fjármagnshafta á Íslandi og mun frekari endurskoðun lánshæfismatsins að miklu leyti hvíla á framgangi hennar. Hækkunin er fagnaðarefni fyrir almenning og fyrirtæki. Hún markar um leið viss tímamót að því leyti að hún bæði staðfestir mikilvægi þess að fram sé komin áætl…

Lesa áfram

29. jún. 2015 | Fréttir
Er skynsamlegt að byggja sjúklingahótel við Landspítalann?

Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu telja að áður en bygging sjúklingahótels á Landspítalalóð verði boðin út þurfi að liggja fyllri upplýsingar um hvaða þjónustu eigi að veita á hótelinu, hvernig háttað verði greiðslufyrirkomulagi sjúklinga og hverjum sé ætlað að reka hótelið. Þá eigi að kanna nánar hagkvæmni þess að leysa sömu þörf með því að nýta betur núverandi byggingar Landspítalans og samning við rekstraraðila núverandi sjúkrahótels. Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst hefur unnið skýrslu fyrir Samtök atvinnulífsins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu þar sem athygli er beint að fyrirhugaðri byggingu sjúklingahótels á lóð Landspítalans. Úttektin vekur upp margar spurningar.  Kostnaður mun hækka mikið Með nýb…

Lesa áfram

26. jún. 2015 | Efnahagsmál
Hverju hefur niðurfelling vörugjalda skilað?

Við síðustu áramót voru felld niður almenn vörugjöld af innfluttum vörum en þau lögðust á ýmsar vörur, allt frá kexi til gírkassa. Þyngst vógu vörugjöld á raftæki og byggingavörur en 15-25% vörugjald lagðist á slíkar vörur við komu til landsins með tilheyrandi verðhækkunum í útsöluverði til kaupenda. Niðurfelling vörugjaldanna hefur reynst veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Verðlag á Íslandi er hátt í alþjóðlegum samanburði en verðmunurinn dróst þó verulega saman við afnám vörugjaldanna. Þetta kemur m.a. fram í nýrri umfjöllun efnahagssviðs SA um hverju niðurfelling vörugjaldanna hefur skilað. Á meðfylgjandi myndum er sýnd þróun verðmunar tveggja stórra raftækja á Íslandi m.v. verð í Noregi og Svíþjóð. Borin eru saman lægstu verð í Sví…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...