Fréttir & Greinar

Efst á baugi

5. feb. 2016 | Menntamál
Á rúntinum með forstjóra Securitas

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, brá sér út í síðdegisumferðina á dögunum og spjallaði við Samtök atvinnulífsins um fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins. Fyllsta öryggis var að sjálfsögðu gætt en mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið hjá fyrirtækinu. Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1979 og af meðfylgjandi mynd má sjá að tæknin hefur verið nýtt hjá Securitas frá upphafi þó svo að hún sé aðeins nettari í dag. Í dag starfa 450 starfsmenn hjá Securitas á sex starfsstöðvum um allt land. Flestir eru í Reykjavík en starfsmenn eru út um allan bæ að gæta öryggis viðskiptavina. Guðmundur segir að það hafi hvatt fyrirtækið ti…

Lesa áfram

4. feb. 2016 | Fréttir
Er Google fræðslustjórinn þinn?

Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas, velti því fyrir sér á Menntadegi atvinnulífsins 2016 hvort Google eigi svör við öllu. Í kraftmiklu erindi fjallaði hún um framtíð fræðslu í fyrirtækjum og þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjálfunarmálum starfsmanna. Mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið í fyrirtækinu en Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu. Fyrir vikið var fyrirtækið útnefnt Menntasproti ársins 2016. Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? var yfirskriftin á erindi Hlífar en hún fjallaði á skemmtilegan hátt um hvernig fólk tileinkar sér nýja hluti og eflir færni með mismunandi aðferðum. Tilheyrir þú 1…

Lesa áfram

2. feb. 2016 | Menntamál
Er sýndarveruleiki málið?

Íslendingar eiga fjögur fyrirtæki sem eru framarlega á sviði sýndarveruleika í heiminum en það kemur í ljós á næstunni hvort tæknin verði almennt notuð. Þetta var meðal þess sem Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi tölvuleiksins Star Wars: Battlefront hjá DICE, benti á í erindi á Menntadegi atvinnulífsins 2016. Hún segir ótrúlega spennandi tíma framundan og tækifærin fjölmörg í skapandi greinum á Íslandi en það megi þó gera ýmislegt til að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Tölvuleikjabransinn er orðinn stærri en kvikmyndabransinn á heimsvísu og ef sýndarveruleikatæknin slær í gegn gætu fjölmörg spennandi störf orðið til. Sigurlína stýrir hundrað manna deild hjá sænska fyrirtækinu DICE í Svíþjóð sem bjó til Star Wars: Batt…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...