Fréttir & Greinar

Efst á baugi

30. jan. 2015 | Fréttir
Verðbólgan enn undir markmiði

Í síðasta mánuði urðu söguleg tímamót þegar verðbólgan fór undir neðri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans (1%) í fyrsta skipti frá upptöku verðbólgumarkmiðs. Nú í janúar er verðbólga síðustu tólf mánaða óbreytt og því enn undir neðri vikmörkum. Síðustu þrjá mánuði hefur verðlag lækkað. Frá nóvember hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,9% en það jafngildir 3,6% verðlækkun á ársgrundvelli. Um langa hríð hefur verðbólga verið mun meiri á Íslandi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Skarpur viðsnúningur síðustu misseri hefur þó breytt þeirri mynd og er Ísland á svipuðum slóðum og helstu viðskiptalönd. Svigrúm til að slaka á raunaðhaldinu eða er óvissan of mikil? Því fer þó fjarri að endanlegur sigur hafi unnist í baráttunni við verðból…

Lesa áfram

29. jan. 2015 | Fréttir
Góðum árangri stefnt í hættu

Við gerð síðustu kjarasamninga var lögð áhersla á launahækkanir sem samrýmdust lágri verðbólgu. Markmiðið var raunveruleg kaupmáttaraukning í stað lofts í launaumslögin eins og oft hefur verið samið um. Árangurinn lét ekki á sér standa. Verðbólga gekk hratt niður á síðasta ári og þegar upp var staðið hafði 12 mánaða verðbólga farið úr 4,3% í 0,8%. Kaupmáttur jókst um liðlega 5% á árinu og vextir Seðlabanka lækkuðu um 0,75%. Niðurstaðan er betri en nokkurn óraði fyrir. Þetta gefur einstakt tækifæri til að halda áfram á sömu braut og auka kaupmátt varanlega og meira en ella. Það sýnir reynsla annarra Norðurlanda, sem og eigin reynsla á allt of fátíðum tímabilum stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Batnandi efnahagsskilyrði renna líka styrkari…

Lesa áfram

29. jan. 2015 | Fréttir
Hækkun neðra þreps virðisaukaskatts skilar ekki samsvarandi verðhækkun matvælaverðs

Í janúar tóku í gildi breytingar á óbeinum sköttum. Lægra þrep virðisaukaskatts var hækkað úr 7% í 11% og það hærra lækkað úr 25,5% í 24%, auk þess sem almenn vörugjöld og sykurskattur voru felld niður.  Hækkun virðisaukaskatts á matvæli kemur einkum fram í tveimur undirliðum vísitölu neysluverðs; matur og drykkjavörur og hótel og veitingastaðir. Niðurstaða mælingar Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í janúar sýnir að hvorugur liðanna hækkaði jafn mikið og breytingar virðisaukaskatts gáfu tilefni til. Á móti því kemur að afnám sykurskatts hafði einhver áhrif til lækkunar en hversu mikil er óljóst, en nefna má að strásykur lækkaði um rúmlega 50% milli desember og janúar. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 2,6% milli desember og janúar en hæk…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...