Fréttir & Greinar

Efst á baugi

23. okt. 2014 | Vinnumarkaður
Aftur á bak eða áfram?

Ársverðbólga er nú aðeins 1,8% og verðbólguvæntingar hafa hjaðnað mikið. Fyrir ári síðan hvöttu Samtök atvinnulífsins til þess að  launahækkanir yrðu sambærilegar og í nágrannalöndunum. Þannig væri stuðlað að stöðugu verðlagi og aukningu kaupmáttar launa í hægum en öruggum skrefum, eins og tekist hefur á Norðurlöndum, en ekki með þeim öfgafullu sveiflum sem tíðkast hafa hér á landi. Með samhentu átaki aðila á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrirtækja og starfsfólks hefur þetta tekist og verðlag er nú stöðugra en það hefur verið í heilan áratug. Mikill meirihluti þjóðarinnar var fylgjandi þessari leið, eða tveir af hverjum þremur skv. könnun Capacent haustið 2013. Það er skiljanlegt í ljósi þess að nærri sjö af hverjum tíu sögðust hafa miklar áh…

Lesa áfram

22. okt. 2014 | Vinnumarkaður
Vinnutíminn hefur styst

Á undanförnum tveimur áratugum hefur meðalvinnutími á íslenskum vinnumarkaði styst um 4 klukkustundir vegna minni yfirvinnu, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Sé litið enn lengra aftur kemur í ljós að meðalvinnutími verkafólks og iðnaðarmanna er nú 12-14 klukkustundum styttri en hann var fyrir fjórum áratugum síðan. Þetta er mikil breyting og er til marks um bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Frá 1991 hefur verðmætasköpun (landsframleiðsla) á hvern landsmann, sem er einn mælikvarði á framleiðniþróun atvinnulífsins, aukist um 45%. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa aukist um 37%. Þar sem framleiðniaukning ræður svigrúmi til…

Lesa áfram

22. okt. 2014 | Menntamál
Vinnustaðanámssjóður í lykilhlutverki

Vinnustaðanámssjóður er mikilvægur en með tilkomu hans var fyrirtækjum gert kleift að taka við fleiri nemum í iðn- og verknám en áður.  Sjóðurinn hefur reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum einstaklega vel, ekki síst í ört vaxandi ferðaþjónustu þar sem þörfin fyrir aukna menntun starfsfólks er mikil. Það eru því mikil vonbrigði að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki lengur gert ráð fyrir framlögum til sjóðsins. Aðilar vinnumarkaðarins hafa hvatt ráðherra til að beita sér fyrir því að sjóðurinn verði starfræktur áfram enda hefur hann nýst nemendum vel ekki síður en atvinnulífinu. Það er áhyggjuefni að hvergi í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að efla vinnustaðanám, t.d. í gegnum skattkerfið eða skólakerfið…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sjö aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...