Fréttir & Greinar

Efst á baugi

27. nóv. 2015 | Fréttir
Stjórnmálamenn standi við stóru orðin

Á Alþingi sitja þingmenn þessa dagana og forgangsraða fjármunum sem fólk og fyrirtæki greiða í ríkiskassann á næsta ári. Engin áform eru um að lækka tryggingagjaldið árið 2016 þrátt fyrir að atvinnuleysi sé hverfandi. Það hefur verið 3% síðustu 12 mánuði og fer enn minnkandi, en tryggingagjaldið er svipað og þegar atvinnuleysi var 8-9% á árunum 2009-2010. Árlegt gjald er um 20-25 milljörðum króna hærra en það ætti að vera miðað við stöðuna á vinnumarkaði. Þetta veldur vonbrigðum því gjaldið var hækkað mikið í kjölfar hrunsins til að greiða þeim fjölmörgu sem misstu vinnuna bætur. Í orði en ekki á borði Samtök atvinnulífsins efndu til opins umræðufundar í Hörpu 18. apríl 2013 með formönnum fimm stærstu stjórnmálaflokkanna. Algjör samstaða re…

Lesa áfram

27. nóv. 2015 | Fréttir
Ríkið selji flugstöð Leifs Eiríkssonar og tengda starfsemi vegna áhættu

Isavia hefur að undanförnu kynnt heildaráætlun um uppbyggingu innviða á Keflavíkurflugvelli (svk. Masterplan). Áætlunin felur í sér að á næstu 5-7 árum verði fjárfesting í flugstöð Leifs Eiríkssonar 50- 70 milljarðar króna. Eins og fram hefur komið hefur ríkið þegar hafist handa við þessa fjárfestingu því ekki er gert ráð fyrir neinni arðgreiðslu Isavia til ríkisins á þessu ári til að styrkja stöðu félagsins og þannig undirbúa fjármögnun framkvæmda. Ástæða fjárfestinganna er sú að spáð er mikilli fjölgun flugfarþega um Keflavíkurflugvöll á komandi áum og áratugum. Á síðasta ári voru taldir tæplega 4 milljón farþega um völlinn og búist við að sá fjöldi muni tvöfaldast á næstu 7 árum eða svo að farþegar geti orðið um 14 milljónir árið 2040 eð…

Lesa áfram

25. nóv. 2015 | Vinnumarkaður
Þverpólitísk samstaða um lækkun tryggingagjalds

Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins um fjárlög ríkisins með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi kom fram þverpólitísk samstaða um að lækka þurfi tryggingagjaldið. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að árlegt gjald sé um 20 til 25 milljörðum króna hærra en það eigi að vera þar sem atvinnuleysi hefur minnkað hratt. Tryggingagjaldið kemur harðast niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem flest ný störf verða til. Fyrirtæki sem er með tíu starfsmenn í vinnu greiðir í raun laun þess ellefta en hann fær ekki  að koma í vinnuna. Fyrirtæki í skapandi greinum verða sérstaklega illa úti en hátt tryggingargjald minnkar getu fyrirtækja til að hækka laun eða ráða fleiri í vinnu. Stór hluti af tryggingargjaldinu rennur í dag til r…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...