Fréttir & Greinar

Efst á baugi

23. júl. 2015 | Vinnumarkaður
Stjórnendur hækkuðu minnst starfsstétta 2014

Í lok júlí hvers árs fer af stað mikil umræða um launamál og launaójöfnuð í framhaldi af útgáfu svonefndra tekjublaða þar sem birtar eru tölur um meðallaun og launabreytingar einstaklinga og hópa á grundvelli upplýsinga í álagningarskrám sem skattyfirvöld birta. Mesta athygli vekja upplýsingar um laun þeirra forstjóra, sérfræðinga og starfsmanna fjármálafyrirtækja sem hækkað hafa mest milli ára. Þá eru stundum borin saman laun tiltekins fjölda sem var með hæstu launin á síðasta ári við sama fjölda á árinu þar áður. Með þeirri aðferð getur fengist niðurstaða sem er víðs fjarri launaþróun viðkomandi hóps. Hagstofa Íslands hefur það verkefni að taka við upplýsingum um launagreiðslur fyrirtækja og stofnana og birta upplýsingar um launaþróun í f…

Lesa áfram

16. júl. 2015 | Fréttir
Jákvæð þróun á vinnumarkaðnum

Mikilvæg skref hafa verið stigin á almennum vinnumarkaði með samþykkt nýrra kjarasamninga. Í kjölfar þess að meginþorri iðnaðarmanna samþykkti samningana í gær hefur náðst samkomulag sem nær til nánast allra þeirra sem starfa á almenna vinnumarkaðnum. Skýr og samræmd launastefna til næstu ára hefur verið staðfest. Samningarnir leggja grunn að stöðugleika til næstu ára og takist vel til um stjórn efnahagsmála munu þeir tryggja aukinn kaupmátt og bættan hag heimila í landinu. Launastefnan verður fordæmi í kjaraviðræðunum framundan við þá sem eiga eftir að semja og einnig þá sem fellt hafa samningana. Ekkert svigrúm er til að kvika frá þessari stefnu til þess að ekki komi til endurskoðunar kjarasamninga í febrúar á næsta ári. Forsenduákvæði sa…

Lesa áfram

16. júl. 2015 | Fréttir
Sumarlokun skrifstofu SA

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Samtaka atvinnulífsins lokuð dagana 20. júlí til 31. júlí (að báðum meðtöldum), en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan verður opnuð á ný þriðjudaginn 4. ágúst.

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...