Fréttir & Greinar

Efst á baugi

28. ágú. 2015 | Vinnumarkaður
Niðurstaða gerðardóms kol­röng

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að vinnu­brögð og niðurstaða gerðardóms um launa­hækk­an­ir hjúkr­un­ar­fræðinga og BHM veki furðu. Þor­steinn seg­ir í samtali við mbl.is að gerðardóm­ur hafi kastað mjög til hend­inni við sína vinnu og að grund­vall­ar­atriði, eins og að leita staðfest­ing­ar á kostnaði við samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði, hafi verið van­rækt. Umfjöllunina í heild má lesa hér að neðan. „Niðurstaða gerðardóms vek­ur furðu og það vek­ur furðu hversu óvönduð vinnu­brögð gerðardóm­ur hef­ur haft við vinnslu úr­sk­urðar­ins. Gerðardóm­ur hafði ekk­ert sam­ráð né leitaði neinna staðfest­inga hjá okk­ur né Alþýðusam­band­inu um þá kostnaðarút­reikn­inga sem lágu að baki kjara­sa…

Lesa áfram

24. ágú. 2015 | Efnahagsmál
SA standa við gagnrýni á vaxtahækkun Seðlabankans

Aðalhagfræðingur Seðlabankans skaut föstum skotum að Samtökum atvinnulífsins  í samtali við Kjarnann síðastliðinn föstudag og sagði útreikninga SA í grein á vef samtakanna sl. föstudag um aukinn launakostnað vegna kjarasamninganna byggða á misskilningi. Þá bætti hann um betur og sakaði SA um að hafa notað spár Seðlabankans um verðlagsáhrif launahækkana sem hræðsluáróður. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp gagnrýni SA á síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Í henni var bent á að verðbólguþrýstingur hefði reynst mun minni en vænst hafði verið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á þessu ári. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefði aðeins hækkað um 0,4% síðastliðna 12 mánuði. Þá væri raunaðhald peningastefnunnar þegar mjög mikið og vaxtamunur …

Lesa áfram

20. ágú. 2015 | Fréttir
Misráðin vaxtahækkun Seðlabankans

Seðlabankinn tilkynnti 0,5% vaxtahækkun í gær og hefur þá hækkað vexti um 1% á aðeins tveimur mánuðum. Við rökstuðning þessarar ákvörðunar vísar bankinn fyrst og fremst til þess að kostnaður við kjarasamninga hafi reynst mun meiri en bankinn hafi áður gert ráð fyrir. Rétt er að taka fram að sú gagnrýni Seðlabankans á fullan rétt á sér. Kjarasamningar sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði í sumar skila meiri launahækkunum en samræmist verðstöðugleika til lengri tíma litið. Það verður því ekki litið fram hjá því að verðbólguhorfur hafa versnað fyrir vikið. Vaxtahækkun Seðlabankans fyrr í sumar voru eðlileg viðbrögð við þeim samningum. Vert er þó að staldra við og velta fyrir sér hvaða forsendur lágu á bakvið vaxtaákvörðun gærdagsins. Í fyrs…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...