Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

28. mar. 2017 | Fréttir
Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Hörpu miðvikudaginn 29. mars

Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Hörpu miðvikudaginn 29. mars  kl. 14-16. Sérstakur gestur fundarins er Zanny  Minton Beddoes aðalritstjóri tímaritsins Economist sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Beddoes er sautjándi ritstjóri Economist og fyrsta konan til að gegna stöðunni í 174 ára sögu blaðsins. Economist þarf ekki að kynna til leiks en blaðið kom fyrst úr árið 1843 og er virtasta tímarit heims um efnahags- og þjóðfélagsmál. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2017 mun einnig ávarpa fundinn en hann ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í SA. Eyjólfur Árni Rafnsson er í framboði til formanns SA. Niðurstöður kjörsins verða kynntar á aðalfundi…

Lesa áfram

27. mar. 2017 | Fréttir
Kosningu formanns SA 2017-2018 lýkur á morgun

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2017-2018 stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna en hægt er að kjósa til kl. 16 þriðjudaginn 28. mars. Eyjólfur Árni Rafnsson gefur kost á sér sem nýr formaður SA en Björgólfur Jóhannsson, formaður SA 2013-2017 og forstjóri Icelandair Group, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Eyjólfur Árni hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins frá 2014 og í framkvæmdastjórn samtakanna síðastliðið ár. Frá árinu 2014 hefur hann átt sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins og jafnframt verið varaformaður SI. Eyjólfur Árni er húsasmiður að mennt og lauk síðar doktorsnámi í byggingarverkfræði. Hann hefur undanfarin 20 ár verið í stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjó…

Lesa áfram

22. mar. 2017 | Fréttir
Ársfundur atvinnulífsins 2017

Ársfundur atvinnulífsins 2017 verður haldinn miðvikudaginn 29. mars í Hörpu. Sérstakur gestur fundarins er Zanny Minton Beddoes, aðalritstjóri tímaritsins Economist, sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2017 ávarpar fundinn ásamt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra. Halldór Baldursson, teiknari, verður á staðnum og rýnir í samfélagsspegilinn og raddir atvinnulífsins munu óma um Hörpu. Þau Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi rýna í stöðu mála og tækifærin framundan. Fundarstjóri er Halldór Benjam…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...