Fréttir & Greinar

Efst á baugi

2. okt. 2015 | Samkeppnishæfni
Upptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2015

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í fyrsta sinn þann 30. september á Hilton Reykjavík Nordica. Ríflega 200 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnkerfi komu saman og ræddu sjálfbæra nýtingu auðlinda auk þess sem boðið var upp á fjölda málstofa þar sem samspil umhverfismála og einstakra atvinnugreina voru  til umfjöllunar. Forseti Íslands afhenti umhverfisverðlaun atvinnulífsins en þau hlutu Orka náttúrunnar og Steinull á Sauðárkróki. Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Svipmyndir frá deginum eru nú aðgengilegar á vefnum auk þess sem hægt er að nálgast upptökur frá sameiginlegri da…

Lesa áfram

1. okt. 2015 | Samkeppnishæfni
Skattlagning út yfir gröf og dauða

Sveitarfélögin krefjast nú aukinna skatttekna eins og fram kom á fjármálaráðstefnu þeirra fyrir viku. Þar kom fram að á milli áranna 2013 og 14 jukust tekjur sveitarsjóðanna (s.k. A – hluti) um tæpa 12 milljarða króna en að gjöldin jukust um rúma 24 milljarða króna. Aukinn launakostnaður skýrir stærstan hluta en laun og tengd gjöld hækkuðu milli ára um ríflega 17 milljarða króna sem samsvarar 15,1% hækkun launagreiðsla milli ára. Á sama tíma jukust tekjurnar um 6,3%. Innistæðulausir samningar Ástæða aukins launakostnaðar eru nýir kjarasamningar sveitarfélaganna við starfsmenn sína. Á sama tíma og samið var á almenna vinnumarkaðnum um 2,8% hækkun launa þá sömdu sveitarfélögin um 8 – 10% launahækkanir við Bandalag háskólamanna og um 30% launa…

Lesa áfram

30. sep. 2015 | Efnahagsmál
Vextir óbreyttir: Aðhaldið nægjanlegt í bili

Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun að stýrivöxtum bankans yrði haldið óbreyttum en vextir hafa verið hækkaðir á síðustu tveimur vaxtaákvörðunum þar á undan um samtals 1%. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir óbreyttum vöxtum er að hún telur aðhald peningastefnunnar nægjanlegt a.m.k. í bili en þó er tekið fram í yfirlýsingunni að gangi verðbólguspá bankans eftir munu vextir þurfa að hækka frekar í náinni framtíð.   Það má í raun segja að verðbólguþróun hafi reynst hagstæðari en Seðlabankinn sjálfur þorði að vona. Munar þar mestu um að verð innfluttra vara hefur lækkað samhliða gengisstyrkingu krónunnar en á sama tíma hafa innlendar vörur hins vegar hækkað nokkuð skarpt í verði. Þrátt fyrir lága verðbólgu nú um stundir er því töluverð hætta á…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...