Fréttir & Greinar

Efst á baugi

17. okt. 2014 | Fréttir
NÚNA er tækifærið – höftin burt

Senn verða sex ár liðin frá því gjaldeyrishöftum var komið á að nýju. Höftin áttu aðeins að vara skamman tíma en standa enn. Afnám þeirra er brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Höftin hamla uppbyggingu útflutningsfyrirtækja, hafa neikvæð áhrif á lánshæfi landsins og ógna efnahagslegu jafnvægi. Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi. Rekstur ríkissjóðs er í jafnvægi og aðgangur að erlendum lánamörkuðum hefur opnast á viðunandi kjörum. Vextir erlendis eru í sögulegu lágmarki og vaxtamunur við viðskiptalöndin styður við gengi krónunnar. Það er víst að svo hagstæða…

Lesa áfram

17. okt. 2014 | Samkeppnishæfni
Íslendingar húða tilskipanir ESB með gulli

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja allt of langt gengið í frumvarpi um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum – mun lengra en þörf er á samkvæmt tilskipun ESB. Í umsögn samtakanna til Alþingis er bent á að verði frumvarpið samþykkt muni leyfisveitingar flækjast, tími lengjast sem tekur að fá leyfi, kærum fjölga og kostnaður við framkvæmdir aukast. Samtökin benda á að þessu sé vel lýst í greinargerð með frumvarpinu en umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til að nánast allar framkvæmdir í landinu verði tilkynningarskyldar. Að mati SA og SI er frumvarpið gott dæmi um hvernig tilskipanir ESB eru gullhúðaðar hér á landi (e. goldplating). Í kjölfar athugasemda EFTA er brugðist við með því að ganga mun lengra en ESB gerir kr…

Lesa áfram

15. okt. 2014 | Vinnumarkaður
Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila

Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undansk…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sjö aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...