Fréttir & Greinar

Efst á baugi

15. jún. 2016 | Vinnumarkaður
Mótframlag í lífeyrissjóði hækkar um 3,5% til 2018

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa gert með sér samkomulag um hækkun  á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Mótframlag hækkar um 3,5% í þremur áföngum til 2018. Gengið var frá samkomulaginu í dag.  1. júlí 2016 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 0,5% stig 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig 1. júlí 2018 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig Hækkun um 0,5% þann 1. júlí nk. mun renna í samtryggingu sjóðsfélaga. Frá 1. júlí 2017 getur fólk ráðstafað allt að 2% stigum í bundinn séreignarsparnað. Frá 1. júlí 2018 getur fólk ráðstafað allt að 3,5% stigum í bundinn séreignarsparnað. Samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 21…

Lesa áfram

15. jún. 2016 | Fréttir
Áfram Ísland

Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil eða örsmá. Þau mynda hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Þau byggja á því að veita þjónustu, framleiða vörur og uppfylla þarfir sem eigendur þeirra hafa komið auga á. Reksturinn gengur út á að gera sífellt betur og að tekjur séu umfram kostnað.  Að því leyti eiga litlu fyrirtækin margt sameiginlegt með heimilunum þar sem ráðdeild, hagsýni og hugkvæmni skila fjölskyldunum smám saman ábata. Íslenskt efnahagslíf er smám saman að jafna sig eftir hrunið 2008. Fyrirtækjum hefur fjölgað, umsvifin aukist, rekstur þeirra batnað og skuldir lækkað. Það á stóran þátt í því að laun hafa hækkað umfram verðlag og með öðru ýtt undir betri afkomu heimilanna. Hagur atvinnulífsins og heimilanna er nátengdur. Ólíkleg…

Lesa áfram

13. jún. 2016 | Fréttir
Trúverðugleiki peningastefnunnar bíður hnekki

Þann 2. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem veita Seðlabanka Íslands víðtækar heimildir til að hefta innflæði fjármagns til landsins. Breytingunum er beint gegn svonefndum vaxtamunarviðskiptum og eru liður í undirbúningi stjórnvalda fyrir afnám hafta á gjaldeyrisútflæði sem verið hafa við lýði undangengin átta ár. Breytingunum fylgja viðamiklar og fordæmalausar valdheimildir Seðlabanka, sem er sjálfstætt áhyggjuefni sem ekki verður þó fjallað um hér. Það felst kaldhæðni í því að samtímis þurfi að setja á umfangsmikil höft á innflæði gjaldeyris til að létta höftum af útflæði fjármagns. Það liggur fyrir að lífeyrissjóðir og aðrir innlendir fjárfestar þurfa að fjárfesta umtalsvert erlendis eftir áralangt…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...