Fréttir & Greinar

Efst á baugi

21. nóv. 2014 | Fréttir
Lækkið tryggingagjaldið

Það stefnir í að afkoma ríkissjóðs verði mun betri í ár en ráð var fyrir gert. Svo virðist að um 60 milljarða afgangur verði af rekstri ríkissjóðs, áður en til sérstakra útgjalda vega skuldaniðurfærslu heimilanna kemur. Í fjárlögum er gert ráð fyrir afgangi upp á 1 milljarð króna. Þetta eru góð tíðindi fyrir landsmenn alla enda fátt mikilvægara en að stoppa mikla skuldasöfnun ríkissjóðs. Það leiðir hugann að miklum skattahækkunum sem fyrri ríkisstjórn og sú sem nú situr hafa lagt á atvinnulífið í landinu. Á fyrra kjörtímabili voru árlegir skattar á atvinnulífið hækkaðir um 80 milljarða króna. Stærstur hluti hækkunarinnar fólst í hækkun tryggingargjalds vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Atvinnulífið bar hitann og þu…

Lesa áfram

20. nóv. 2014 | Vinnumarkaður
Samstarf um innleiðingu jafnlaunastaðals

Heildarsamtök launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda hafa tekið höndum saman um innleiðingu jafnlaunastaðals á vinnumarkaði. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auka gagnsæi og gæði í launaákvörðunum og auðvelda atvinnurekendum að viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Grunnforsenda staðalsins er að einstaklingar hjá sama atvinnurekanda njóti sambærilegra kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Skrifað var undir samkomulag 13. nóvember um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu staðalsins Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012) er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda. Staðallinn er byggður upp eins og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar og fyrirtæki og stofnanir sem vilja nýta hann þurfa að…

Lesa áfram

13. nóv. 2014 | Menntamál
Starfsmenntun á Litla Íslandi

Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Fundurinn hefst kl. 12 í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35 í Reykjavík í fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðið verður upp á létta hádegishressingu og verður fundi lokið ekki síðar en kl. 13. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Ingi…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...