Fréttir & Greinar

Efst á baugi

17. apr. 2015 | Fréttir
Ræða forsætisráðherra á Ársfundi atvinnulífsins 2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ávarpaði Ársfund atvinnulífsins fimmtudaginn 16. apríl 2015 í Hörpu. Þar fjallaði hann um tækifærin sem Íslendingar hafa, stöðu mála á vinnumarkaði og í efnahagslífinu og framtíðina. Í upphafi leit hann þó um öxl. „Mig langar til að byrja á smá upprifjun og líta aftur til ársins 1986. Árið 1986 var um margt ágætt ár. Þrennt bar þar líklega hæst. Reagan og Gorbachev hittust í Reykjavík til að ljúka kalda stríðinu og koma á heimsfriði. Íslendingar tóku þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða í fyrsta sinn með lagi um banka og töldu sigurinn vísann og Framarar urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu.  En fleira gerðist það ár.  Í byrjun ársins var lögð fram hugmynd um hvernig stöðva mætti víxlhæ…

Lesa áfram

17. apr. 2015 | Fréttir
Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins

Ný stjórn Samtaka atvinnulífsins var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 16. apríl.  Nýir stjórnarmenn eru Árni Stefánsson Húsasmiðjunni, Bjarni Bjarnason Orkuveitu Reykjavíkur, Jens Garðar Helgason Eskju, Gylfi Gíslason Jáverki, Jón Ólafur Halldórsson Olíuverzlun Íslands og Rannveig Grétarsdóttir Hvalaskoðun Reykjavíkur. Úr stjórninni ganga Adolf Guðmundsson Gullbergi, Arnar Sigurmundsson, Gunnar Sverrisson,  ÍAV, Margrét Kristmannsdóttir Pfaff, Tryggvi Þór Haraldsson Rarik og Eysteinn Helgason Kaupási. Nýr varaformaður verður kjörinn næsta fundi stjórnar SA en Margrét Kristmannsdóttir hefur verið varaformaður Samtaka atvinnulífsins frá árið 2013. Samtök atvinnulífsins þakka stjórnarmönnum sem nú …

Lesa áfram

16. apr. 2015 | Fréttir
Björgólfur Jóhannsson formaður SA 2015-2016

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, var endurkjörinn formaður samtakanna á aðalfundi SA 16. apríl. Björgólfur var kjörinn með rúmlega 98% greiddra atkvæða í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal aðildarfyrirtækja SA og var þátttaka góð. Björgólfur ávarpaði Ársfund atvinnulífsins í kjölfarið en ávarp hans má lesa hér á vef SA.  „Kaupgjaldssamningar á Íslandi hafa allt fram á síðustu ár minnt mig á smásögu eftir Ignazio Silone. Fátækir bændur og landeigandi skiptu með sér vatni úr fjallalæk, sem féll um hið þurra land þeirra. Deilunni um skiptingu vatnsins lauk með því, að hvor aðili skildi fá tvo þriðju hluta vatnsins! Um þetta var samið. Allir voru ánægðir.“ Þetta er tilvitnun í æviminningar Benjamíns H. J. Eiríkss…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...