Vinnumarkaðsvefur

Verkfall Eflingar 2023

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Vegna atkvæðagreiðslunnar hefur verkföllum og verkbönnum verið frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir 8. mars. sjá nánar.

Efling stéttarfélag hefur boðað að félagið muni beita verkföllum í yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. SA hafa hafnað kröfum Eflingar um að samið verði um verulegar hækkanir launa umfram kjarasamning SA og SGS frá 3. desember sl.

SA undirbúa nú aðildarfyrirtæki á félagssvæði Eflingar undir komandi verkfallsátök. Upplýsingagjöf og aðstoð SA mun m.a. felast í:

  • Upplýsingum á vef SA um tilhögun verkfallsaðgerða og mögulegum viðbrögðum atvinnurekenda
  • Almennum upplýsingafundum og fundum með fyrirtækjum sem vinnustöðvun snertir
  • Tölvupóstum til aðildarfyrirtækja
  • Símaveri þar sem lögmenn SA veita ráðgjöf og upplýsingar
  • Greiðslu bóta til aðildarfyrirtækja úr vinnudeilusjóði SA þegar við á

Hér að neðan verður hægt að nálgast upplýsingar um framkvæmd verkfallana, til hverra það nær, hverjir mega vinna í verkfalli og ganga í störf Eflingarfólks o.s.frv.

Unnt er að sækja um undanþágu frá verkfallsboðun vegna almannaöryggis með því að senda umsókn á undanthagunefnd@efling.is. Sniðmát að umsókn má nálgast hér.

Ef frekari spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við lögmenn vinnumarkaðssviðs SA