Vinnumarkaðsvefur

Kvennafrí 2023: Spurt og svarað

Samtök atvinnulífsins hafa lengi beitt sér fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs til að útrýma launamun kynjanna. SA hafa einnig verið leiðandi í gerð fræðsluefnis og verkfæra fyrir stjórnendur gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og hafa hvatt vinnustaði til að gefa skýr skilaboð um að slík hegðun sé ekki liðin og að brugðist verði við gerist þess þörf. Fyrirtæki hafa einnig gengið fram með góðu fordæmi með ásetning um að setja jafnrétti, hagsmuni og velferð starfsfólks í forgang.

Við getum gert betur
Kvennaverkfall 2023 - réttmæt barátta en gæta verður meðalhófs