Vinnumarkaðsvefur

Kjarasamningar 2022 - 2024

Spurt og svarað um nýja kjarasamninga (sa.is)

Samtök atvinnulífsins hafa nú gert nýja kjarasamninga við öll aðildarfélög SGS, VR, LÍV og stéttarfélög iðn- og tæknifólks og Samband stjórnendafélaga. Samningarnir gilda allir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Allir kjarasamningarnir hafa verið samþykktir. Samninga má nálgast hér neðar sem og hlekki á kynningarefni.

Allir samningarnir eiga það sameiginlegt að hagvaxtarauki, sem koma átti til greiðslu vorið 2023, er innifalinn um í umsaminni hækkun 1. nóvember 2022.

Kaupgjaldsskrá SA frá 1. nóvember 2022

Launabreytingar SGS eru sem hér segir:

1. Kauptaxtar hækka sérstaklega og fylgir ný taxtatafla kjarasamningnum. Bil milli starfsaldursþrepa er aukið, sér í lagi vegna starfsmanna sem unnið hafa 5 ár í sama fyrirtæki (efsta þrep).

2. Launahækkun starfsmanna yfir töxtum er kr. 33.000.

3. Bónus og akkorð í fiskvinnslu hækkar um 8%. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 5%.

Launabreytingar hjá VR/LÍV, iðn- og tæknifólki og stjórnendum eru sem hér segir:

1. Kauptaxtar hækka sérstaklega og fylgja nýjar taxtatöflur öllum kjarasamningum.

2. Laun starfsmanna yfir töxtum hækka um 6,75%, þó að hámarki um kr. 66.000.

3. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 5% (t.d. fatapeningar).

Vinnumarkaðssvið Samtaka atvinnulífsins svarar fyrirspurnum félagsmanna um framkvæmd samninganna.

Kynning á kjarasamningum SA við SGS, VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks.

Spurt og svarað um nýja kjarasamninga