XVI. kafli. Ýmis ákvæði

56. gr. 


Samþykktum samtakanna má ekki breyta nema á aðalfundi eða almennum félagsfundi, sem boðaður hefur verið með minnst fjögurra vikna fyrirvara og sóttur er af svo mörgum fulltrúum að umráð hafi yfir 2/3 hlutum atkvæða, sbr. 19. gr., enda hafi þess verið getið í fundarboðinu að breyting á samþykktum yrði til meðferðar á fundinum og sé breytingin samþykkt með ¾ greiddra atkvæða að minnsta kosti.

Hafi eigi verið á fundinum svo margir, en breytingin verið samþykkt með ¾ atkvæða að minnsta kosti, þá skal halda aftur fund innan tveggja mánaða. Skal til hans boðað á sama hátt og hins fyrri og það tekið fram að til fundar sé boðað sökum þess að eigi hafi verið nógu margir á hinum fyrri. Séu síðan á þeim fundi greidd ¾ atkvæða með breytingunni þá telst hún samþykkt, án tillits til fundarsóknar.

57. gr. 


Nú þykir ráðlegt eða nauðsynlegt að leysa upp samtökin og fer þá um tillögur þar að lútandi sem um breytingar á samþykktum. Fundur sá sem samþykkir á lögmætan hátt að slíta samtökunum kveður og á um hvernig ráðstafa skuli eignum þeirra og um greiðslu skulda.

 

 

 

Ákvæði til bráðabirgða um sérstaka greiðslu úr Vinnudeilusjóði

Þrátt fyrir ákvæði XIV. kafla samþykkta SA um Vinnudeilusjóð skal á árinu 2012  greiða úr sjóðnum 400 milljónir króna sem renna til aðildarsamtaka SA í hlutfalli við vægi þeirra samkvæmt atkvæðaskrá fyrir aðalfund 2012.  Þessi greiðsla er einstök og verður ekki endurtekin.