Samfélagsábyrgð

undefined

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Um er að ræða eitt öflugasta framtakið í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja og sjálfbærni. Sameinuðu þjóðirnar hleyptu verkefninu af stokkunum í júlí árið 2000 en um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir.

Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni. Aukin krafa er um að fyrirtæki geri opinberlega grein fyrir hvernig þessum málum er háttað innan fyrirtækjanna.

Meira en níu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum en alls hafa yfir yfir 12.000 aðilar skrifað undir sáttmálann í 168 löndum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það markmið að 20 þúsund fyrirtæki hafi skrifað undir sáttmálann árið 2020.

Alls hafa 20 aðilar skrifað undir Global Compact á Íslandi en viðbúið er að það fjölgi í hópnum á næstu vikum og mánuðum. Nú þegar hafa Ölgerðin, Síminn, ÁTVR, Festa, Össur, Íslandsbanki, Íslandsstofa, Íslandspóstur, Alta, Landsbankinn, Landsvirkjun, Reykjagarður, Réttur, Arctic Green Energy, Marel, Sólar, Efla, Isavia, Mannvit og Arion banki skrifað undir sáttmálann.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar geta haft samband við Hörð Vilberg hjá SA í síma 591-0005 eða með tölvupósti á hordur@sa.is .  

Vefur Global Compact

Samtök atvinnulífsins eru einnig tengiliður við norrænt net Global Compact, (Global Compact Network Nordic Countries), en mörg framsæknustu fyrirtæki Norðurlanda eiga aðild að netinu. Á vegum þess eru haldnar tvær ráðstefnur á ári þar sem starfsfólk aðildarfyrirtækja og stjórnendur deila reynslu sinni og miðla góðum sögum af samfélagsábyrgð. 

Vefur Global Compact Network Nordic Countries