Vinnustaðanám og vinnustaðasjóður

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám er heiti á þeim hluta starfsnáms í formlega skólakerfinu sem fer fram í fyrirtækjum. Kveðið er á um lengd vinnustaðanáms í námskrá framhaldsskóla. Vinnustaðanám er í öllum iðngreinum og á flestum öðrum starfsnámsbrautum.   Starfsnámsbrautir í framhaldsskóla skipta tugum og eru þættir námsins bæði bóklegi og vinnustaðaþátturinn mjög mislangir eftir greinum. Sem dæmi má nefna 6 greinar af handahófi;  bakaranám er þrjár annir í skóla og 126 vikna vinnustaðaþjálfun, húsasmíði 5 annir í skóla og 72 vikna vinnustaðaþjálfun, sjúkraliðanám er 6 annir í skóla og 16 vikna vinnustaðaþjálfun, kjólasaumur er 7 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðaþjálfun, hárgreiðsla 5 annir í skóla og 72 vikna vinnustaðaþjálfun, skólaliðanám 2 annir í skóla og 3 vikna vinustaðaþjálfun. Hægt er að fræðast um allar starfsnámsbrautir á heimasíðu menntamálaráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram hlutverk starfsgreinaráða sem eru 12 talsins, hverju þeirra er ætlað taka til skyldra greina:

Starfsgreinaráð í einstökum starfsgreinum eða starfsgreinaflokkum gera tillögur til ráðuneytisins um námskrár á sínu sviði skv. ákvæðum 29. gr. framhaldsskólalaga. Við námskrárgerðina er höfð hliðsjón af þörfum vinnumarkaðarins fyrir menntun og hæfni starfsfólks þannig að námið búi nemendur með raunhæfum hætti undir störf í atvinnulífinu..... Menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn starfsgreinaráð fyrir starfsgreinaflokka eða starfsgreinar. Í starfsgreinaráði eiga að jafnaði sæti 7 fulltrúar, 6 tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og launafólks og einn fulltrúi menntamálaráðherra.

Vinnustaðanám er að mati þeirra sem starfa í viðkomandi greinum nauðsynlegur þáttur náms. Það er mikilvægur snertiflötur atvinnulífs og skólakerfis og vill SA í samvinnu við viðsemjendur sína beita sér fyrir öflugu vinnustaðanámi þar sem ungt fólk sækir sér þjálfun þekkingu og færni í fyrirtæki þar sem reyndari menn segja þeim til og þeir fá að spreyta sig á fjölbreyttum úrlausnarefnum. Nauðsynlegt er að gerð verði krafa um ferilbók þannig að hægt sé að sannreyna að nemandinn fá þjálfun í öllum þáttum starfsins sem námskrá kveður á um. Til viðbótar við starf í starfsgreinaráðunum þarf að þétta enn samstarf skóla og atvinnulífs m.a. við að finna starfsþjálfunarpláss. Nánar um áherslur SA varðandi vinnustaðanám hér.  

Það er skoðun SA að þessi hluti menntunar ungmenna skuli eins og bóknámshlutinn vera kostaður úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Undanfarin þrjú ár hefur ríkisvaldið að tilstuðlan aðila vinnumarkaðarins sett fé í vinnustaðanámssjóð í tilraunaskyni. Eftirspurn fyrirtækja sem taka ungmenni í vinnustaðanám hefur verið miklu meiri en eftirspurn.

 

Aftur í  menntun í fyrirtækjum