Vinnustaðurinn er námsstaður - mat á menntun

Vinnustaðurinn sem námsstaður - mat á menntun

  • SA tala fyrir því að fyrirtækin líti á vinnustaði sem námsstað. Hver sem menntunin er, þá læra menn langstærstan hluta starfs síns þegar í vinnu er komið. Fyrirtækin sinni markvissri nýliðaþjálfun og hvetji til lausnamiðaðrar hugsunar, nýsköpunar og frumkvæðis sem skilar sér í aukinni framlegð og samkeppnishæfni.

  • SA vilja að menntun, hvar sem hennar er aflað, verði metin á samræmdan hátt og að skipulagt raunfærnimat verði þróað fyrir fleiri störf á vinnumarkaði. Varða þarf þá leið að nám sem farið hefur fram óformlega t.d. í lífi og starfi verði metin eftir hæfniþáttum en ekki hvar hæfni og þekkingar var aflað. Þetta er mikilvægt til þess að frekara nám verði ekki ókleifur veggur fyrir þá sem að því koma úr óhefðbundnum áttum.

  • Starfsmönnum gefist með skipulagðri fræðslu tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir, ný störf ef hugur þeirra stendur til þess eða að þróa sig í því sem það fæst við.

  • Fyrirtækin séu námsstaður fyrir þá sem koma utan að, nemendur í grunnskóla og framhaldsskóla, nemendur í leit að starfsþjálfun bæði í svokölluðu vinnustaðanámi og almennri starfsþjálfun.

  • Fólki á vinnumarkaði sé boðið að stunda nám sem metið er til eininga með vinnu. Sem dæmi má nefna greinar í örum vexti eins og ferðaþjónustu þar sem mikil þörf er fyrir grunnþjálfun.

  • Mörg fyrirtæki bjóða starfsmönnum sínum upp á nám á sviði starfsemi þess sem metið er til eininga á framhaldsskólastigi. Viðurkenning samfélagsins og skólakerfisins á því að menntunarstig er hækkað í framsæknum fyrirtækjum, sem og skýrt og hnökralaust samspil við formlega skólakerfið, skiptir miklu í frekari þróun þess að fyrirtæki séu námsstaðir og hvetja fleiri fyrirtæki til menntadáða.  

Aftur í áherslur