Fjölga útskrifuðum nemendum í raun- og tæknigreinum

Fjölga útskrifuðum nemendum í raun- og tæknigreinum

  • Útskrifuðum nemendum í raungreinum, tæknigreinum og iðngreinum þarf að fjölga á komandi árum. Þetta er margþætt verkefni sem kallar á virka umræðu í samfélaginu um nám og störf.

  • Stytting náms á framhaldsskólastigi og endurskoðun starfsnáms á því stigi þarf að hafa það m.a. að markmiði að efla áhuga barna og unglinga á raun- og tæknigreinum og tengja tæknina, sem þeim er auðlærð á þessum árum, við sem flest áhugasvið.

  • Háskólar í landinu verða að leggja aukna áherslu á menntun og rannsóknir á sviði raunvísinda og tækni. Fyrirtæki þurfa einnig að sammælast um hvernig þau stuðli að breytingum í þessa átt m.a. með starfskynningum, starfsþjálfun, upplýsingagjöf til unglinga og foreldra, auglýsingum svo dæmi séu nefnd.

Aftur í áherslur