Fjölbreytni og mikilvægi starfa

Fjölbreytni og mikilvægi starfa

  • Menntakerfið þarf í ríkari mæli að byggja á forsendum atvinnulífsins. Hvorugt getur án hins verið.

  • Atvinnulífið þarf að kynna þarfir sínar fyrir nemendum, foreldrum og kennurum. Það þarf að fræða börn og unglinga um störf, fjölbreytni þeirra og verðmætasköpunina sem á sér stað í atvinnulífinu. Það þarf að veita foreldrum sem huga að menntun með börnum sínum upplýsingar um hvar tækifærin liggja.

  • Öllum verður að vera ljóst að hvert starf er þess virði að það sé vel unnið. Hvetja verður til vinnusemi og virðingar fyrir vinnu, bæði vinnunni að læra og síðar fyrir margs konar störfum á vinnumarkaði. Foreldrar, skóli og samfélag bera sameiginlega ábyrgð á að innræta ungu fólki uppbyggilegan aga.

  • Fyrirtæki eða samtök þeirra bjóði starfandi náms- og starfsráðgjöfum upp á fræðslu um eðli starfa. Fyrirtæki bjóði einnig upp á að hluti af námi nýrra náms- og starfsráðgjafa fari fram á vettvangi.

  • Náms- og starfsráðgjöfum verði auðveldað, með markvissum aðgerðum menntasamstarfs atvinnulífsins, að tengjast fyrirtækjum í því augnamiði að auka áhuga nemenda á námi.

Aftur í áherslur