Samtök atvinnulífsins og utanríkisráðuneytið boða til vinnustofu fyrir fyrirtæki og félagasamtök um alþjóðlega þróunarsamvinnu milli kl. 13 og 15 fimmtudaginn 2. maí í salnum Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Stefnt er að því að leiðbeina þátttakendum í vinnustofunni við gerð styrkumsókna. Við lok vinnustofunnar eiga þátttakendur að hafa skýra mynd af því hvernig ráðuneytið leggur mat á umsóknir, auk þess sem þeim verða veitt tæki og tól til að skrifa góðar umsóknir með verkefnislýsingu sem uppfyllir skilyrði ráðuneytisins. Markmið með vinnustofunni er að fjölga samstarfsaðilum og auka fjölbreytileika þeirra sem njóta stuðnings ráðuneytisins í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Vinnustofan byggir á samskonar leiðbeiningum og veittar voru félagasamtökum í nóvember 2018. Af tíu samtökum sem tóku þar þátt sóttu fjögur um styrk til ráðuneytisins í næsta umsóknarferli og voru þrjár umsóknanna samþykktar.

Efnisatriði vinnustofu:

  • Hlutverk félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu
  • Úthlutunarreglur utanríkisráðuneytisins: Styrkleikar og veikleikar umsókna
  • Verklag í alþjóðlegri þróunarsamvinnu: Tæki til skipulags
  • Undirbúningur
  • Framkvæmd
  • Eftirlit og mat

SKRÁNING