Menntahópur Húss atvinnulífsins býður þér á fund í hádeginu á þriðjudaginn 21. október. Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð kl. 12-13 og verður boðið upp á sívinsælar samlokur og eitthvað til að skola þeim niður með.
Á fundinum færðu að vita hvernig fyrirtækið þitt getur fengið lánaðan fræðslustjóra.
Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum á þessari slóð.
Verkefnið byggist á að lána fyrirtækjum mannauðsráðgjafa. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og býr til, í samráði við stjórnendur og starfsfólk, fræðsluáætlun sem er sérsniðin að þörfum fyrirtækisins. Að verkefninu standa ýmsir starfsmenntasjóðir.
Vonandi sjáum við sem flesta en Hús atvinnulífsins er í Borgartúni 35 í Reykjavík.
Gæti þitt fyrirtæki hagnast á því að fá fræðslustjóra að láni?
Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á sa@sa.is Sjáumst!