Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12. 

Skráning fer fram hér

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10 þegar gert verður kaffihlé. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2020 verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað.

Dagskrá verður birt þegar nær dregur. 

Sjáðu meira í Sjónvarpi atvinnulífsins