Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 9. október 2019 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12.

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sameiginleg dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Málstofur hefjast kl. 10.30 og standa til kl. 12. 

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt en dagskrá verður birt þegar nær dregur.

Upptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2018 eru aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA. Toyota var valið umhverfisfyrirtæki ársins og Skinney Þinganes fékk verðlaun fyrir framtak ársins. Loftslagsmál, alþjóðaviðskipti og grænar lausnir atvinnulífsins voru þar í kastljósinu. 

SMELLTU TIL AÐ SJÁ ÖLL ERINDI