Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 17. október 2018 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12.

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrá verður birt þegar nær dregur, allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Skráning hefst þegar dagskrá verður birt.

 Upptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2017 eru aðgengilegar á vef SA en loftslagsmál voru þar í kastljósinu. Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins og Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands var sérstakur gestur fundarins.

SMELLTU TIL AÐ HORFA