Framundan eru samningar á vinnumarkaði sem munu ráða lífskjörum Íslendinga næstu árin. Hver er staðan og hvert stefnir?

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðuna og ræða svigrúm til launahækkana á opnum fundi SA í Reykjavík.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember í Norðurljósasal Hörpu kl. 8.30-10. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á létta morgunhressingu.

Tölum saman er yfirskrift fundarins og er hægt að skrá þátttöku hér að neðan og skella fundinum í dagbókina. Fundurinn er hluti af fundaröð SA um Ísland sem hófst á Ísafirði þann 12. september síðastliðinn.

Sjáumst!

Skráning

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 100.000 starfsmenn.