Samtök atvinnulífsins eru einn bakhjarla  TEDxReykjavík sem verður haldinn í fimmta skipti þann 16. maí 2015 í Tjarnarbíó. Í ár er kastljósinu beint að ýmsu sem samfélagið kýs að horfa framhjá. Aðstandendur TEDxReykjavík lofa áhorfendum framúrskarandi fyrirlesurum. „Allir eiga það sameiginlegt að vilja deila ástríðu sinni og sýn með áhorfendum. Við lofum dagslöngum viðburði fullum af innblæstri og nýjum sjónarhornum!"

undefined

"Markmið okkar er að lýsa upp skuggana og finna hugmyndir sem eru þess virði að deila með hvert öðru. Við munum skoða ólíkar hugmyndir og spyrja sjálf okkur: Hvernig getur eitthvað sem flestum þykir ógeðfellt mögulega verið okkar bjartasta von um næringu í framtíðinni? Hvað getum við lært af utangarðsmönnum samfélagsins? Hvernig eigum við að tala saman um erfið málefni? Með því að færa tabú fram í dagsljósið getum við lært mikið. Með því að taka erfiðum málum með opnum örmum verðum við sterkari.

Komdu með okkur í ferðalag upplýsingar, innblásturs og skemmtunar! Viðburðurinn í ár býður upp á fræðandi erindi, lifandi skemmtiatriði, veitingar og ómetanlegt tækifæri til að kynnast öðru fróðleiksfúsu fólki.“

Sjá nánar á vef TEDxReykjavík