Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.

Dagskrá og skráning á vef SA

undefined