Stjórnvísi efnir til fundar um skerta starfsgetu og ábyrgð fyrirtækja í Húsi atvinnulífsins miðvikudaginn 24. maí kl. 8.30-10.

Fundurinn fer fram í salnum Kviku en þar verður m.a. fjallað um starfsendurhæfingu og ávinning samfélagsins af því að sinna henni á markvissan hátt.

DAGSKRÁ

  • Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi stjórnarformaður VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs býður gesti velkomna og segir frá samstarfi SA og Virk.

  •  Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK, mun tala stuttlega um ráðgjöf og þjónustu VIRK og jafnframt þann samfélagslega ávinning sem hlýst af því að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Í því sambandi mun hún ræða um mikilvægi innleiðingar ákveðinna verkferla inni á vinnustaðnum sem geta auðveldað fólki með skerta starfsgetu að vera áfram í vinnunni og/eða að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys.

  • Berglind Helgadóttir, starfsmannasjúkraþjálfari/starfsmaður öryggisnefndar: „Starfsendurhæfing samhliða vinnu." Sagt verður frá þróunarverkefni Landspítala og VIRK um starfsendurhæfingu starfsmanna Landspítala samhliða vinnu. Markmið verkefnisins, sem hófst í september 2016, er að stuðla að endurkomu til vinnu í fyrra starfshlutfall eftir tímabundna skerta vinnugetu vegna heilsubrests.

  • Guðmundur Maríusson, fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, segir frá reynslu fyrirtækisins varðandi samstarf við Virk

Vefur Stjórnvísi