Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 25. september í Silfurbergi, Hörpu kl. 8.30-10. Kaffi og morgunhressing frá klukkan 8.00.

Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins 2019 er: Hægara er að styðja en reisa. Kynntar verða niðurstöður gagnagrunns Deloitte um afkomu sjávarútvegsins árið 2018 og fyrirlestrar fluttir um stöðu og horfur útflutningsfyrirtækja. Sérstakur gestur og fyrirlesari verður Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.

Aðgangur 3500 kr.

Skráning með tölvupósti á skraning@deloitte.is