Miðvikudaginn 8. október  munu SA, Deloitte, SF og LÍÚ standa að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn sem dagurinn er haldinn en þar verða málefni sjávarútvegsins rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, flytur opnunarerindi en ýmsar áhugaverðar upplýsingar verða birtar á ráðstefnunni upp úr gagnagrunni Deloitte um sjávarútveg. Grunnurinn inniheldur upplýsingar úr ársreikningum félaga sem hafa yfir að ráða hátt í 90% af úthlutuðum aflaheimildum. Gagnagrunnurinn nær aftur til aldamóta og hefur að geyma mjög verðmætar upplýsingar um þessa mikilvægu atvinnugrein.

Nýjar tölur um afkomu greinarinnar verða birtar á ráðstefnunni en það eru fyrstu mögulegu tölur sem hægt er að birta úr ársreikningum fyrir sjávarútveginn í heild fyrir árið 2013. Deloitte birtir árlega upplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi, upplýsingar um framlegð félaga, rekstrarhagnað, skuldastöðu, eigið fé, skattgreiðslur, fjárfestingar og arðgreiðslur.

Sjávarútvegsdagurinn 2014 fer fram í Silfurbergi í Hörpu kl. 8.30-10. Verð kr. 3.900 með morgunverði. Skráning og morgunverður frá kl. 8.

Sjávarútvegsdagurinn 2014 - titilmynd2.jpg

DAGSKRÁ

Setning
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.


Afkoma sjávarútvegsins 2013 – sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf.


Konur í karlaheimi! Skiptir það máli?
Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz Seafood.


Styrk stoð í atvinnulífinu
Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur á efnahagssviði SA.


Þróun, aðferðir og afurðir
Ólafur Helgi Marteinsson, varaformaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Ramma og Primex.


Mikilvægi íslensks sjávarútvegs í starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Þór Ásgeirsson, aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.


Fundarstjóri: Margrét Sanders formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
og framkvæmdastjóri hjá Deloitte.

Skráning í tölvupósti á skraning@deloitte.is    

DAGSKRÁ SJÁVARÚTVEGSDAGSINS 2014 (PDF)