Fyrirtæki á Norðurlöndunum sem hafa skrifað undir Global Compact – Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð munu hittast á reglulegri ráðstefnu í Osló dagana 14.-15. maí næstkomandi og bera saman bækur sínar. Sjálfbærni og nýsköpun út frá 10 viðmiðum Global Compact verður þar í forgrunni en dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á www.gcnordic.net.

Aukinn áhugi er á Íslandi á Global Compact og hefur fjölgað hratt í hópi þeirra sem hafa skrifað undir sáttmálann en alls hafa 14 aðilar skrifað undir á Íslandi. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact.