Morgunfundur Samtaka atvinnulífsins, Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og verkefnastjórnar stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Þriðjudaginn 4. júní kl. 8.30-10, í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Skúlagötu 4.

Kastljósinu verður beint að Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, og heimsmarkmiðunum. Fjallað verður um ýmis hagnýt tæki og tól sem stjórnendur geta nýtt. 

Komdu og fáðu góð ráð um hvernig fyrirtækið þitt getur unnið skipulega með samfélagsábyrgð í daglegum rekstri.

DAGSKRÁ

Hvernig gagnast Global Compact?
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins

Global Compact og innleiðing heimsmarkmiðanna
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia

Heimsmarkmiðaáttavitinn í framkvæmd
Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel

Hvað er heimsmarkmiðagáttin og hvernig gagnast hún?
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi heimsmarkmiðanna

Fundarstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

SKRÁNING