Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2014 fer fram á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 30. október frá kl. 13 - 16. Þar verður fjallað um hvernig góð vinnuvernd vinnur á streitu.

Ýmsir þjónustuaðilar í vinnuvernd munu flytja erindi, m.a. um líkamlegar birtingarmyndir streitu, áhrif hávaða á streitu, viðverustjórnun og sálfélagslegar áhættur. Stjórnendur stofnana og fyrirtækja munu einnig fjalla um streitu á vinnustað og áhrif hennar en með einföldum aðgerðum er hægt að draga mikið úr henni.

Ráðstefnan er opin og er ekkert þátttökugjald. Dagskrá er hér að neðan en nánari upplýsingar og ítarefni um streitu á vinnustað má nálgast á vef Vinnueftirlitsins.

DAGSKRÁ

13:00 Setning
Margrét S. Björnsdóttir, formaður stjórnar Vinnueftirlits ríkisins

13:10 Streita
Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir HNLFÍ


Þjónustuaðilar í vinnuvernd

13:30 Streita og viðhorf
Kristín Sigurðardóttir, Forvarnir

13:42 Líkamlegar birtingarmyndir streitu
Teitur Guðmundsson, Heilsuvernd

13:54 Áhrif hávaða á streitu
Ólafur Daníelsson, Verkfræðistofan Efla

14:06 Áhættumat og greining streitu
Ólafur Kári Júlíuson, Vinnuvernd

14:18 Viðverustjórnun og sálfélagslegar áhættur
 Hildur Friðriksdóttir, ProActive
 

14:30-15:00 Kaffi og kynningar þjónustuaðila

Stofnanir og fyrirtæki

15:00 Einkaleyfastofa - fyrirmynd
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri

15:10 Sjálfsbjargarheimilið - fyrirmynd
Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri

15:20 Streita í tónlist
Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri  Sinfóníuhljómsveit Íslands

15:30 Stuðningur við starfsfólk vegna streitu
Hörður Þorgilsson, sálfræðingur mannauðssviði LSH

15:40 Orkustjórnun hjá Íslandsbanka
Elísabet Helgadóttir, fræðslustjóri Íslandsbanka

15:50 16:00 Samantekt og ráðstefnu slitið
Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins og ráðstefnustjóri