Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda í september og október víða um landið. Haustfundaröð SA ber yfirskriftina Atvinnulífið 2018.

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Boðið verður upp á síðdegiskaffi og krassandi umræður. Áhugafólk um uppbyggingu atvinnulífsins og öflugt mannlíf er hvatt til að mæta og láta í sér heyra en fulltrúar SA hlakka til að hitta stjórnendur og starfsfólk öflugra fyrirtækja á landsbyggðinni og horfa fram á veginn. Þá munu stjórnendur á hverjum stað ræða stöðu mála á sínum heimavelli.

Sjá nánar um fundaröðina hér

Fundur SA í Stykkishólmi verður á Hótel Stykkishólmi, þriðjudaginn 17. október kl. 17-18.30.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan.

Skráning