Árleg ráðstefna Iðnmenntar fer fram föstudaginn 13. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 13-16. Að þessu sinni verður fjallað um námsefni í verkgreinum, stöðu mála og framtíðarsýn.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flytur opnunarerindi um stöðu stefnumótunar í starfsmenntamálum. Þá munu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins flytja erindi.

Að erindum loknum fara fram umræður um stöðu og framtíð námsefnis með þátttöku kennara úr ýmsum faggreinum. Guðrún Hefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti og stjórnarformaður Iðnmenntar er ráðstefnustjóri.

Skráning fer fram á skrifstofu Iðnmenntar í síma 517-7200 eða með tölvupósti á heidar@idnu.is