Tilnefningarnefndum hefur fjölgað á árinu sem er að líða. Í tilefni af því efna útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins, til morgunfundar.
Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um tilgang tilnefningarnefnda, hvernig þær gagnast fjárfestum og stjórnendum, stöðu þeirra í stjórnskipulagi fyrirtækja, góða stjórnarhætti og fleira.
Framsögumenn
Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Heiðar Guðjónsson
nefndarmaður í tilnefningarnefnd Sýnar og formaður stjórnar Sýnar
Kristín Friðgeirsdóttir
formaður stjórnar Haga
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
lögmaður á Logos
Efni fundarins á erindi við fjárfesta, stjórnarmenn, stjórnendur, lögmenn, lögfræðinga og annað áhugafólk um góða stjórnarhætti.
Verð fyrir aðildarfélaga VÍ, SA og félög í Kauphöllinni kr. 2.500
Almennt verð kr. 3.500.
Morgunverður frá kl. 8.00 en hægt er að kaupa miða á Tix.is