Menntadagur atvinnulífsins fer fram 4. febrúar 2021 en þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Á menntadeginum fer fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fram með rafrænum hætti.

Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið menntaverðlaun atvinnulífsins til þessa. Orkuveita Reykjavíkur er menntafyrirtæki ársins 2020 og Samkaup menntasproti ársins 2020. Opnað verður fyrir skráningu á Menntadag atvinnulífsins von bráðar.

Tengt efni:

Glefsur úr Menntadegi atvinnulífsins 2020 í Sjónvarpi atvinnulífsins