Samtök atvinnulífsins og Rannís boða til opins kynningarfundar um Markáætlun í tungu og tækni mánudaginn 15. október kl. 8.30 - 9.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsvið Rannís, kynnir markáætlunina og svarar fyrirspurnum.

Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfni hjá Samtökum atvinnulífsins stýrir fundinum. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Allir velkomnir en nauðsylegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

SKRÁNING

 
Markáætlun í tungu og tækni er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (nr. 3/2003 með áorðnum breytingum). Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu, og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum. Umsækjendur geta verið fyrirtæki sem og stofnanir. Verkefni Markáætlunar í tungu og tækni tengjast verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018-2022, en framkvæmd hennar er á höndum Rannís fyrir hönd Markáætlunar og Almannaróms.