Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fer yfir helstu atriði Lífskjarasamningsins 2019-2022 og svarar fyrirspurnum.

Miðvikudaginn 17. apríl kl. 16-17 í Hofi á Akureyri í salnum Hömrum.

Lífskjarasamningurinn er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og yfirgripsmiklu aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa sammælst um næstu árin í tengslum við nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem skrifað var undir 3. apríl síðastliðinn.

Allir eru velkomnir en vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan.

SKRÁNING