Hvernig er best að tengja samfélags- og ársskýrslur við heimsmarkmiðin með GRI stöðlum?  Samtök atvinnulífsins efna til dagsnámskeiðs um innleiðingu heimsmarkmiðanna í rekstur fyrirtækja og stofnana. Námskeiðið er haldið í samvinnu við FBRH í London og Navigo í Húsi atvinnulífsins, miðvikudaginn 11. mars 2020.

Námskeiðsgjaldið er um 110 þúsund krónur (£650). Þeir sem taka þátt í námskeiðinu um notkun GRI staðla 19.-20. febrúar fá 10% afslátt (afsláttarkóði: DSC102002islDg). Aðildarfyrirtæki SA og Festu fá 10% afslátt (afsláttarkóði: DSC102002islDg). Athygli er vakin á því að flest stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna í námskeiðum sem þessu.

GRI staðlarnir eru taldir víðtækustu og nákvæmustu staðla til að mæla og gera grein fyrir efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum fyrirtækja og stofnana. UN Global Compact og Nasdaq mæla með að nota staðlanna við gerð samfélagsskýrslna. 

Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á heimsmarkmiðunum. Fjallað verður um hvernig hægt er að aðlaga stefnu fyrirtækja og stofnana með sjálfbærni að leiðarljósi og hvernig heimsmarkmiðin geta verið leiðarljós á þeirri vegferð. Farið er yfir hvernig hægt er að styðjast við GRI staðla í skýrslugjöf um innleiðingu heimsmarkmiðanna og framvindu. Námskeðið er vottað af Global Reporting Initative.

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá ítarlega fræðslu um: 

  • Hvaða áhrif innleiðing heimsmarkmiðanna í stefnu fyrirtækja og stofnana getur haft.
  • Hvað heimsmarkmiðin fela í sér og hvernig þau tengjast sjálfbærni. Farið verður ítarlega yfir tengsl heimsmarkmiðanna við GRI staðlana og um setningu markmiða og mat á árangri.
  • Kynning á GRI og aðferðafræði við skýrslugjöf, hvað verkfærakista GRI hefur upp á að bjóða. Farið verður í fimm praktísk skref GRI við skýrslugjöf.
  • Einnig verður farið yfir raunveruleg dæmi um hvernig nokkur fyrirtæki hafa tekið mið af heimsmarkmiðunum í skýrslugerð.

Allir þátttakendur fá viðurkenningu frá the Global Reporting Initiative. 

Leiðbeinendur

FBRH ráðgjafar hafa um árabil veitt ráðgjöf í samfélagsábyrgð og þjálfað starfsfólk fyrirtækja víða um heim í notkun GRI staðla við gerð samfélagsskýrslna. FBRH hafa öðlast vottun Global Reporting Initiative(GRI) og einnig viðurkenningu frá Institute of Environmental Management and Assessment (IEMA) í Bretlandi.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við UN Global Compact, Sáttmala Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Nánari upplýsingar veita: 

  • Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, s. s.896-8486, ingibjorgosp@sa.is 
  • Ágústa Þorbergsdóttir, s. 899 0088, agusta@navigo.is 
  • Melina Kourri, contact@fbrh.co.uk