Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða meðal þeirra sem koma fram á fundi SA og SVÞ á Grand hótel þann 25. ágúst næstkomandi, klukkan 16:00.

Viðburðinum verður einnig streymt. 

Kynning: Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Heilbrigðiskerfið á krossgötum 2021

Skráning

Dagskrá fundarins:

 • Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur
  Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
   
 • Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi
  Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð
   
 • Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir
  Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða
   
 • Samningagerð í heilbrigðisþjónustu
  Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir
   
 • Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect
   
 • Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi
  Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi

Fundarstjóri:
Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja