Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og samstarfsaðilar bjóða til fundar um hæfnistefnu og raunfærnimat í atvinnulífinu miðvikudaginn 11. apríl kl. 14 - 16 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. 

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg hér

Dagskrá

1. Tormod Skjerve: Hæfnistefna og tengsl við raunfærnimat í atvinnulífinu
2. Sveinn Aðalsteinsson: Hæfnistefna – hæfnisetur
3. Kaffihlé
4. Spurningar úr sal og umræður um efni fundarins (slido appið) – á ensku eða á skandinavískum málum

Gert er ráð fyrir að streyma fundinum og verða nánari upplýsingar um það sendar út síðar.

Tormod Skjerve, norskur sérfræðingur um hæfnistefnu og mat á hæfni, verður staddur á Íslandi 9.-10. apríl nk. vegna funda Norðurlandaráðs á Akureyri. Hann verður aðalfyrirlesari á fundi með okkur í framhaldsfræðslunni þ. 11. apríl nk. kl 14-16 þar sem hann mun ræða hæfnistefnu norðmanna og raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins, einkum í verslun.

Tormod er aðalráðgjafi hjá Virke, samtökum atvinnurekenda í verslun og þjónustu í Noregi hefur starfað í mörg ár á sviði stefnumótunar um hæfni einstaklinga og hefur lagt sérstaka áherslu á samsvörun hæfni einstaklinga við þarfir atvinnulífsins, menntun alla ævi, hlutverk atvinnurekenda og launþega í stefnumótun um menntun og samvinnu atvinnulífs og háskóla. Tormod hefur verið kennari og skólastjóri framhaldsskóla og framkvæmdastjóri símenntunar¬miðstöðvar. Hann var ráðgjafi hjá Cedefop (Starfsmenntastofnun Evrópu) 2006-2009 og vann við að skilgreina þarfir ákveðinna geira atvinnulífsins fyrir menntað starfsfólk og hvernig unnt væri að nota þau tæki sem ESB hefur hannað til að auka menntun fólks alla ævi í þessum geirum, starfsmenntun á háskólastigi og tölvufærni.