Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Vettvangurinn er stærsta framtak heimsins á sviði samfélagsábyrgðar.
Fundurinn er ætlaður þeim sem eru aðilar að sáttmálanum en einnig þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hvað aðild felur í sér og heyra af þeim tækifærum sem skapast með öflugu tengslaneti og fagstarfi sem unnið er á vegum Global Compact.
Kynningarfundurinn fer fram Í Húsi atvinnulífsins, í Borgartún 35 í salnum Hyl á 1. hæð. þriðjudaginn 1. október kl. 9-10.
DAGSKRÁ
Setning
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri Global Compact hjá Samtökum atvinnulífsins.
Hvernig vinnum við saman – samstarfsnet Global Compact á Íslandi
Ole Lund Hansen, tengiliður Íslands við norðurlandasamstarf Global Compact.
Heimsmarkmiðagáttin
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu
Hvernig gagnast Global Compact í daglegu starfi?
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti
Ávinningur og áskoranir Össurar með Global Compact
Sigurborg Arnardóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Össuri