Fyrirtæki á Norðurlöndum sem hafa skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð eiga stefnumót í höfuðstöðvum Volvo í Gautaborg 8.-9. maí. Yfirskrift ráðstefnunnar er The Changing Role of Business en hún er opin fyrirtækjum sem hafa skrifað undir sáttmálann og eru aðilar að norrænu tengslaneti Global Compact.

Netið skipuleggur tvær ráðstefnur á hverju ári þar sem stjórnendur framsækinna fyrirtækja miðla ráðum og reynslusögum en ráðstefnan verður haldin á Íslandi næsta haust.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Vefur Global Compact Nordic Network