Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð efnir til morgunfundar um Global Compact – Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fimmtudaginn 7. september. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, í salnum Kviku á 1. hæð, í Borgartúni 35 kl. 8.30-10.

Fjallað verður um ávinning þess að skrifa undir Global Compact, innleiðingu 10 viðmiða sáttmálans og reynslu fyrirtækis af því að skrifa undir.

Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá SA, segir frá Global Compact og greinir frá ávinningi aðildar að sáttmálanum. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Harpa Júlíusdóttir, viðskiptafræðingur, fjallar um niðurstöður rannsóknar hennar til meistaranáms á þróun aðildar að Global Compact hjá íslenskum fyrirtækjum og hvernig hefur gengið að innleiða samfélagsábyrgð.

Þá mun Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts lýsa reynslu Póstsins af aðild Global Compact.

Fundurinn er opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef Stjórnvísi

Smelltu til að skrá þig

Vefur Global Compact