Framtíðin er núna! er yfirskrift ráðstefnu Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður þann 15.mars á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður horft til framtíðar og á þá áhrifavalda sem hafa áhrif á breytingar á straumum og stefnum hvað viðkemur verslun og þjónustu.

Fundurinn hefst kl 14.00 og stendur til kl. 16.00. Fundarstjóri er framtíðarfræðingurinn Bergur Ebbi Benediktsson. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Magnus Lindkvist, sem er sænskur rithöfundur og "Trendspotting futurologist". Hann skoðar með heimspekilegum hætti hvernig má takast á við allar þær nýju áskoranir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir. 

DAGSKRÁ

14.00 - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
14.10 - Margrét Sanders, formaður SVÞ
14.20 - Lisa Simpson, sérfræðingur hjá Deloitte Dublin
14.50 - Magnus Lindkvist, framtíðarfræðingur og rithöfundur
15.50 - Léttar veitingar

Aðgangur er ókeypis en athugið að það þarf að taka frá sæti til þess að komast að.

Smelltu hér til að skrá þig