Opin forvarnarráðstefna VÍS verður haldin miðvikudaginn 7. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-16. Stjórnendur og ábyrgðarmenn öryggismála eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt er að skrá þátttöku á vef VÍS.
Boðið verður upp á fjölmarga áhugaverða fyrirlestra. Allir velkomnir en dagskrá er hér að neðan.
DAGSKRÁ
ERUM VIÐ AÐ NÁ ÁRANGRI?
Kl. 13.00 Setning ráðstefnu – Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS
Kl. 13.10 Hagsveiflur og vinnuslys – Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins
Kl. 13.30 Hverjir eru bestu mælikvarðarnir i öryggismálum – Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS
Kl. 13:55 Hvernig geta hagsmunasamtök beitt sér í öryggismálum? – J. Snæfríður Einarsdóttir, formaður öryggishóps Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Kl. 14.15 Forvarnarverðlaun VÍS
Kl. 14.30 Kaffi
Kl. 14.50 Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við í öryggismálum? – Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti
Kl. 15:15 Myndrænar verklýsingar, meira öryggi – Ágústa Ýr Sveinsdóttir, öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum
Kl. 15.35 Atvinnulífið axlar ábyrgð – Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Kl. 16.00 Ráðstefnulok