Ráðstefnan Flutningar á Íslandi til 2030 fer fram í Hörpu mánudaginn 6. október 2014. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru tækifæri og áskoranir framtíðar í flutningum hér á landi. Íslenski sjávarklasinn stendur að ráðstefnunni en Samtök atvinnulífsins eru meðal stuðningsaðila ráðstefnunnar.

Á meðal fyrirlesara eru Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, Jens Boye, flotastjóri Royal Arctic Line og Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon Energy.

Miðaverð: 25.900 kr. (morgun- og hádegisverður innifalinn)

Tímasetning: Mánudagurinn 6. október

Staðsetning: Björtuloft, Hörpu

Takmarkaður fjöldi miða í boði. 

Dagskrá og skráning á sjavarklasinn.is

Flutningar2014-auglysing2-843x1024.jpg