Horft til framtíðar

Íslenski sjávarklasinn og Samtök atvinnulífsins efna til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu þriðjudaginn 6. nóvember.

Þar verður horft til framtíðar og boðið upp á áhugaverða dagskrá.

Ráðstefnan fer fram í salnum Kaldalóni kl. 12-15.

Þátttökugjald er kr. 8.900 með léttum hádegisverði, dagskrá og skráning hér að neðan.

Flutningalandið Ísland er vettvangur þar sem koma saman aðilar úr öllum helstu greinum samgangna og flutninga hérlendis. Markmiðið með Flutningalandinu er að auka skilning á mikilvægi flutningakerfisins fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar og efla samstarf á milli aðila í greininni.

DAGSKRÁ


12.00 Léttur hádegisverður

12.30 „Margar hugmyndir en..." 
Stutt kynning á niðurstöðum hugarflæðisfunda Sjávarklasafyrirtækja um flutninga.
Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries og Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kvikmyndagerðarkona.  

12.40 „Innviðir framtíðar – lífæðar samfélagsins".
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

13.00 „Verkefni og áskoranir í vegamálum"
Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.

13.20 „Það er til önnur leið”.
Jón Gunnarsson alþingismaður.

13.40 Kaffihlé

14.10 „Hvernig starfa bestu flutningaklasar í heimi?“
Ifor Williams, alþjóðlegur ráðgjafi í klasastarfsemi.

14.40 „Hvað er framundan?“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra

15.00 Ráðstefnulok

SKRÁNING