undefined

Hvernig byggjum við upp samgönguinnviði framtíðar? Hvert verður samspil borga, hafna, flugvalla og atvinnulífs í framtíðinni? Er flutningakerfið tilbúið í útflutningsiðnað framtíðarinnar?

Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara á ráðstefnunni Flutningalandið Ísland sem haldin verður í Hörpu miðvikudaginn 30. september næstkomandi. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem starfa í flutningum og samgöngum og fyrirtækjum sem reiða sig á skilvirka flutninga.

Á meðal fyrirlesara eru John D. Kasarda, höfundur metsölubókarinnar Aerotropolis: The Way We'll Live Next og Sofie Tolk, forstöðumaður matvælaflutninga hjá Rotterdamhöfn.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna hér.

Staður: Kaldalón, Hörpu
Stund: Miðvikudagurinn 30. september kl. 8:30 - 14:30
Verð: 20.900 kr. / 17.900 kr. ef keyptir eru fleiri en einn miði. Veitingar innifaldar.