Samtök atvinnulífsins boða til fjarfundar með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem stjórnendum aðildarfélaga gefst kostur á að ræða við ráðherrann um stöðu íslensks atvinnulífs og aðgerðarpakka stjórnvalda, næsta miðvikudag þann 15. apríl klukkan 11.

Um er að ræða klukkustundarfund í gegnum fjarfundarforritið Zoom og félagsmönnum gefst færi á að senda ráðherra spurningar í gegnum spjallþráð forritisins.

Tengill á fundinn hefur þegar verið sendur til stjórnenda aðildarfélaga.