Föstudaginn 12. september munu Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri umhverfis og skipulags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kynna hvað efst er á baugi í ráðuneytinu sem tengist hagsmunum atvinnulífs og fyrirtækja.

Fundurinn verður í Kviku, fundarsal á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, og stendur frá kl. 10 til kl. 12.

Þátttaka er opin félagsmönnum SA en tilkynna þarf þátttöku á netfangið petur@sa.is.