UN Women, Festa og Samtök atvinnulífsins bjóða til opinnar ráðstefnu þann 27. maí næstkomandi um stöðu og þróun jafnréttismála á atvinnumarkaði undir yfirskriftinni Aukið jafnrétti – aukin hagsæld. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica.  Hluti af aðgangseyri á ráðstefnuna rennur til UN Women í þágu valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði.

Fjallað verður um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Jafnframt verður rætt um Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact – Sáttmála S.Þ. um samfélagsábyrgð, stefnu og innleiðingu (dæmi um árangur alþjóðlegra fyrirtækja).

Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.