Morgunverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 11. janúar kl. 8.30-10.10.

Markmið fundarins er að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á kynferðislega-og kynbundna áreitni, einelti og ofbeldi á vinnustöðum.

Fundurinn er haldinn að frumkvæði stjórnar Vinnueftirlits ríkisins þar sem sæti eiga fulltrúar stærstu samtaka á vinnumarkaði auk fulltrúa ráðherra.

Í lok fundar verður borin upp viljayfirlýsing og hún undirrituð af stjórnvöldum, aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum auk þess sem hægt verður að undirrita yfirlýsinguna rafrænt á vef Vinnueftirlitsins að fundi loknum.

Dagskrá

8.00 Kaffiveitingar

8.30 Setning. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins

8.40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Innlegg frá aðilum vinnumarkaðarins

8.50 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

9.00 Kynferðisleg áreitni á vinnumarkaði - tölur frá Gallup

9.10 Fjármála- og efnahagsráðuneyti

9.20 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

9.30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

9.40 Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm og fulltrúi SA

9.50 Samband íslenskra sveitarfélaga - Hildur J. Gísladóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga

10.00 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

10.10 Undirskrift viljayfirlýsingar

Fundarstjóri er Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Allir velkomnir.

Skráning fer fram á vef Vinnueftirlitsins