Starfsmannamál og kjarasamningar
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) og Litla Ísland efna til opins fræðslufundar á Akureyri fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13-16.
Fundurinn fer fram í húsnæði Verksmiðjunnar að Glerárgötu 34.
Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði SA fjallar um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt, orlof og brotthlaup úr starfi.
Allir eru velkomnir, ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.