Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 klukkan 12.

Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður m.a. frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2021-2022.  

Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka.

Ársfundur atvinnulífsins 2021 sem er öllum opinn verður haldinn að hausti.