Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram miðvikudaginn 20. maí næstkomandi klukkan 12. Fundurinn verður á rafrænu formi.

Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður meðal annars frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2020-2021. 

Aðalfundurinn fer líkt og áður segir fram á rafrænu formi en fundargestum verður sendur hlekkur á fundinn þegar nær dregur.

Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar fyrir næstliðið starfsár

2. Reikningar samtakanna fyrir næstliðið reikningsár

3. Kjöri formanns lýst

4. Kjöri stjórnar lýst

5. Kosning löggilts endurskoðanda

6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál​