Þriðjudaginn 15. september efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar með ráðuneytisstjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Sigríði Auði Arnardóttur, sem ásamt Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, skrifstofustjóra umhverfis og skipulags mun kynna helstu áherslumál ráðuneytisins á komandi vetri. Farið verður yfir væntanleg lagafrumvörp, reglugerðir á döfinni ásamt nýjum tilskipunum frá ESB.

Fundurinn fer fram kl. 9-10 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarherberginu Horninu á 5. hæð.

Fundurinn er opinn félagsmönum SA, vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á petur@sa.is.

undefined