Vel heppnaður fundur með félagsmönnum á Ísafirði

Samtök atvinnulífsins héldu hringferð sinni um landið áfram í hádeginu í dag með léttum hádegisverði á Hótel Ísafirði. Á fundinn mættu félagsmenn af Vestfjörðum.

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs samtakanna ræddu við félagsmenn á svæðinu um atvinnulífið, tækifærin á Vestfjörðum og veginn framundan.

Líflegar umræður sköpuðust að fundi loknum. 

Þá heimsóttu fulltrúar SA fyrirtæki á svæðinu. Þau voru Kerecis, Orkubú Vestfjarða og vestfirsku byggingaverktakana.